Úrval - 01.11.1968, Side 8

Úrval - 01.11.1968, Side 8
6 ÚRVAL kann að spyrja, hvers vegna þetta eyðisker hafi verið friðlýst. En til þess standa gild rök. Og þau eru, að á Eldey er stærst súlubyggð í heimi. Einhvers staðar hef ég lesið, að þar séu um 15 þúsund súlupör. Hafa vissulega fáar fuglategundir slíka sérstöðu í hinu heldur fá- skrúðuga íslenzka dýralífi. — Það væri þá helzt heiðagæsin, sem varp- stöðvar á í Þjórsárverum og eru þar talin vera um 2000 pör sumarlangt. En heildarstofn heiðagæsarinnar í heiminum mun hins vegar ekki vera áætlaður nema 50 þúsund pör. Á haustin eru þarna undir Hofsjökli oft einar 15—20 hundruð heiðar- gæsir á randi og er það merkileg sjón að sjá. Svo voru hreindýrin friðlýst ár- ið 1941, eða settar ákveðnar regl- ur um veiðitíma þeirra. Þá fengu og hvalirnir sína vernd, sem er að vissu leyti náttúruverndun, til þess að hindra eyðingu stofnsins. Fólst hún í því, að árið 1928 var bannað. að veiða skíðishvali í landhelgi. Áfangi nokkur var það líka, þegar lög um náttúruvernd voru sam- þykkt á alþingi árið 1956. Hafa lög þessi, þótt frumsmíð væru á þessu sviði, valdið nokkrum kaflaskipt- um í náttúruverndarsögu þjóðar- innar. Stendur nú til að endurskoða þau á þessu sumri, og er það von manna, að vel takist til um það verk og gott af hljótist. Vík ég þá að nokkrum friðlýstum stöðum öðrum og náttúrufyrir- bærum: Hveravellir voru verndað- ir vegna hinna fögru hveramynd- ana og hverahrúðursins. Árið 1958 voru Rauðhólar settir undir vernd, en því miður um seinan, því að áður höfðu verið drýgð þar óbæt- anleg náttúruspjöll. En urðarræksn- in, sem eftir standa eru þó e.t.v. betri en ekkert og að minnsta kosti hæfileg áminning um menningar- skort í meðferð náttúrugersema. — Það virtist sem á svipað lag ætti að ganga með Grábrók í Borgar- firði, en í tauma var tekið í tæka tíð, og blasa þó sárin enn við. — Surtsey hefur og verið friðlýst og sömuleiðis dropasteinar í hellum landsins, sem illu heilli var farið að mylja niður til muna. Einn síðasti og þó ekki ómerk- asti áfanginn á sviði náttúruvernd- ar og stofnun þjóðgarða eru kaup- in á Skaftafelli í Öræfum, sem tók- ust með rausnarlegri fjárhagsaðstoð alþjóðastofnunar, „World Wild Life Fund“. Sumum kann að virðast það fyr- irferðarlítið mál, en að dómi okkar náttúruverndarmanna þó ekki ómerkt, að Náttúruverndarráð hef- ur beitt sér fyrir friðun sjaldgæfra íslenzkra jurta, svo sem burkna- tegunda, glitrósar o.fl. — Þá hefur Geysir í Haukadal verið settur undir sérstaka ríkisvernd, Grýla í Hveradölum nýtur og verndar og að lokum hefur Skógrækt ríkis- ins afgirt og verndað ýmis helztu skóglendin. VERKEFNIN Margt er þó enn í hættu, bæði kvikt og steinrunnin náttúra. Örn- inn er í yfirvofandi hættu, senni- lega ekki nema 60 fullvaxnir fuglar og ungar lifandi á síðastliðnu sumri, og taldist þó ávöxturinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.