Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 6
tJRVAL
bænum Homosassa 1 Floridafylki. Þau
höfBu siglt af stað frá upptöku
Homosassaárinnar, þar sem upp-
sprettur þeyta upp um 550 milljón
litrum af kristalstæru vatni daglega,
og því er geysimikill straumur i
þessum ál úti fyrir ströndinni, þegar
útfall er. Um stundarfjórðungi eftir að
Glenda lét sig renna niður i sjóinn,
fann hún, að straumurinn bar hana
burt frá bátnum. Hún gerðist dálftið
áhyggjufull, en var þó alls ekki hrædd.
Hún hrópaði til Róberts.
Róbert stakk sér útbyröis til þess að
koma henni til hjálpar, og þau náðu
hvort til annars eftir nokkur röskleg
sundtök. Litli loðhundurinn hennar
Glendu, hann Spunky, kastaði sér út-
byrðis til þess að slást I hópinn, en
straumurinn hreif hann strax með sér.
Samkvæmt ósk Glendu synti Róbert i
áttina til hans til þess að reyna að
bjarga honum. Honum tókst að ná taki
á hundinum, en þegar hann sneri við
og ætlaði að synda aftur til Glendu,
komst hann að þvi, að straumurinn
var svo sterkur, aö hann gat rétt
aðeins hamlað gegn honum. Honum
tókst samt að komast til hennar með
þvi að synda af öllum lifs og sálar
kröftum. Agústsólskinið var ofsaheitt,
og hafði það þvi flæmt flesta siglinga-
mennina til lands. Það voru engir
bátar sjáanlegir nokkurs staðar. Og
litli báturinn þeirra varð nú sifellt
smærriogsmærri, er þau fjarlægðust
hann æ meir.
Róbert var prýðilegur sundmaður,
enda haföi hann tekið þátt I sund-
keppnum á 14 ár og hafði með höndum
kennslu og leiðbeiningar, sem miðuðu
aö þvi að fyrirbyggja slys af völdum
drukknunar þarna við ströndina og að
fá fólk til þess að viðhafa ýmsar
öryggisráðstafanir. Hann vissi, að
honum yrði það um megn að toga
Glendu til bátsins gegn straumnum.
Hún var með köfunargrlmu meö
öndurnarplpu á og sundfit og var ekki
enn I neinni hættu. Hann ákvað þviað
reyna að komast til bátsins, þar eð
hann hélt að hann gæti fljótlega komið
konu sinni til hjálpar, þegar hann væri
kominn um borð. Hann minnti hana á,
hvernig hún skyldi haga sér i öryggis-
skyni. Hann sagði henni, að hún skyldi
reyna að vera róleg, hún skyldi ekki
„berjast gegn” öldunum og hún skyldi
ekki lyfta höfðinu hátt upp úr sjónum,
heldur aðeins nægilega hátt til þess að
hún gæti andað. Hann sagði einnig við
hana I varnaðarskyni, að llklega gæti
hún ekki haldið lengi á Spunky. Slðan
synti hann af stað i áttina til bátsins,
sem var nú orðinn að litlum depli I
fjarska.
Sólsetur.
Lennon barðist gegn straumnum I
rúma klukkutima. Hann hélt stöðugt
áfram að reka á haf út. Hann sá ekki
lengur til lands. Hann hafði þvi aðeins
sólina til þess að átta sig á afstöðunni,
en hún var nú að nálgast sjóndeildar-
hringinn I vestri. Hann gætti þess að
hafa hana á bak við sig og hélt áfram
að synda.
Loks hætti útfallsstraumurinn I
álnum, og nú fór honum að miða
áfrám I rétta átt. En tækist honum að
finna bátinn á þessu óendanlega haf-
flæmi, þar sem hvergi gat að lita
nokkrar baujur né önnur merki?
Möguleikarnir á þvl virtust
óendanlega litlir. En hann hélt áfram
að berjast. Hann skipti hvað eftir
annað um sundaðferð til þess að hvíla
örþreytta vöðvana.
Skyndilega sá hann glampa I austri.
Þar var um að ræða sólargeisla kvöld-
sólarinnar, sem hatHLlent á útvarps-
loftneti bátsins og endoi *a«Uzt þaðan.