Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 54
52
tJRVAL
Bréfdúfum sleppt.
1 þessu sambandi má geta tilrauna
leiðangursmanna til þess að láta um-
heiminn vita af sér með bréfdúfum,
sem einnig voru hafðar meö I körfunni.
Fjórum þeirra var sleþpt lausum kl.
13.08 þann 13. júlí. Ole Hansen
skipstjóri á norsku veiðiskútunni
„Alken”varvakinnkl. 1—2um nóttina
15. júli. Skipverjar skvrðu honum frá
þvi, aö „ókennilegur fugl hefði setzt i
reiðann hjá þeim, á flótta undan
tveimur hvitmáfum. Hansen taldi
þetta vera rjúpu, kleif upp i reiðann og
skaut fuglinn. sem féll I sjóinn. en
skipverjum fannst ekki svara fyrir-
höfn að setja út bát til þess að ná
honum.
Slöar sama aag hitti „Alken” annað
veiðiskip og þegar rætt var um hinn
„ókennilega fugl” varð einhverjum að
orði, að ef til vill gæti þetta verið bréf-
dúfa frá Andrée leiðangrinum. Þó sjó-
mönnum væri ekki kunnugt um, hvort
Andrée væri lagður af staö i loftbelgs-
ferð sina, snéri Hansen aftur viö á
þann stað þar sem hann hafði skotið
fuglinn, og lét setja út tvo báta til að
leita hans. Svo ótrúlega vildi til, aö
fuglinn fannst fljótandi á sjónum, og
þegar skipstjórinn sá aö þetta var
dúfa, rannsakaði hann fuglinn nánar
og fann á honum bréfhulstur. 1 þvi var
tilkynning til Stokkhólmsblaðs,
dagsett 13. júll kl. 12.30. Fram að
sumrinu 1930 var þetta einasta skrif-
lega fréttin frá Andrée —
leiðangrinum.
Flöskupóstur frá nauöstöddum.
1 alþjóða siglingasögunni eru til
mörg dæmi um að nauðstpddir sjó-
farendur hafi sent frá sér flöskuskeyti.
Hér verður greint frá einu sllku:
brezka Indlafarið „Kent” um 13550
lestir að stærð, lagði af stað frá Dover
19. febr 1825 áleiðis til Bengal og Kina
með 575 manns um borð. Þar af voru
400 hermenn og liösforingjar ásamt
konum og börnum. 1 Biscayaflóa lenti
skipið I stormi. Farmur þess var m.a.
sprengikúlur og púður. Liðsforingi
sem átti að líta eftir hvernig farminum
liði, valt um koll við eina veltu skipsins
og missti úr höndum sér ollulukt sem
hann var með, sem kveikti I vökva
sem lekið haföi frá spritttunnu og
eldur gaus upp. Þrátt fyrir ofboöslegar
tilraunir til þess að slökkva eldinn,
tókst ekki að varna þvl að hann
breiddist út I áttina að sprengiefninu.
Meöal farþeganna var yfirmaður 31.
stórskota liössveitarinnar Duncan
Macgregor og fjölskylda hans. Þegar
öll von virtist úti um björgun, vildi
hann reyna að koma skilaboðum frá
sér um það hvað komiö hefði fyrir
skipið, og hann hripaði niður I miklum
flýti nokkrar linur:
„Austur—Indlafarið stendur I björtu
báli. Elisabeth, Jóhanna og ég sjálfur
felum sálir okkar I hendur almættinu,
sem innan skamms kallar okkur til sln
inn I eillfðina.
D.W.W.Macgregor 1. marz 1825,1
Biscayaflóa.
Orðsendingu þessa lét hann I flösku,
sem hann siðan kastaði I sjóinn.
En rétt um sama leyti nálgaðist
brieeskioið ..Camberia” sem var á leið
til Vera Cruz hiö nauðstadda skip.
Konum og börnum var fyrst bjargað,
siðan flestum öörum. Sumir hliöruðu
sér við að fara I bátana af ótta.
Macgregor og skipstjóri Kent voru
þeir siðstu sem yfirgáfu skipið, en þeir
höföu séð um að allt færi skipulega
fram. Þá mátti búast við á hverri
minútu áð skipið springi I loft upp,
eldurinn hafði þegar náö nokkrum
hinna hlöðnu fallbyssna skipsins, sem
sprungu hver af annarri, i þessum