Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 45
UNDUR MINNISINS
43
konan heyrði þá jólasöngva, sem
sungnir voru i kirkju i Hollandi, sem
hún sótti á barnsaldri. önnur
endurlifði fæðingu barns sins, sem
hafði átt sér stað fyrir 20 árum.
Sú vitneskja, sem er nú fyrir hendi
um starf minnisins, bendir til, að það
sé ekki um að ræða neitt eitt alls-
herjar— geymslurými i heilanum.
Hvert minnisatriði virðist i rauninni
vera geymt á nokkrum stöðum. Allt að
helmingur heilans hefur verið skorinn
burt, án þess að slik aðgerð hafi haft
nokkur sljóvgandi áhrif á minnið. En
samt getur höfuðhögg eða sterkt raf-
lost þurrkað minnið út. Eftir þvi sem
höggið eða lostið er sterkara, þvi
lengra aftur i timann nær minnis-
leysið. Siðan streyma minningarnar
tilbaka áberandi hjá börnum.
Alvarlegur heilahristingur getur
valdið þvi, að barnið gleymi helmingi
orðaforða sins. En siðan byrjar það að
muna orðin á nýjan leik i þeirri röð
sem það lærði þau upphaflega.
Tengsl hlutar eða persónu við sér-
stakan atburð eða aðstæður, þ.e. við
sérstaka minnismynd, virðast flýta
fyrir endurheimt minnisatriða.
Sálfræðingurinn Fergus Craik við
Torontoháskóla hefur þetta að segja
um þetta atriði: ,,Við þekkjum
kannske ekki aftur manninn, sem
brosir til okkar á strætisvagna-
stöðinni. En okkur hefði ekki veitzt
neitt erfitt að þekkja hann, hefðum við
séð hann á hans venjulega stað á bak
við afgreiðsluborðið i fiskbúðinni.”
Árum samar. álitu sérfræðingar
þeir, sem hafa stundað minnis-
rannsóknir, að minnið væri aðeins raf-
magnsfyrirbæri, þ.e. rafhringrás, sem
gerði gamlar minnisrásir virkar að
nýju. En nú benda nýjustu ýtarlegar
rannsóknir til þess, að langtimaminni
sé efnafræðislegs eðlis, en skyndi-
minni aftur raffræðilegs eðlis.
Sálfræðingurinn James V.
McConnell við Michiganháskóla notaði
venjulega flatorma úr lækjum og
tjörnum við rannsóknir sinar. Hann
kveikti sem snöggvast ljós og lét þá
siðan verða fyrir raflosti, sem olli þvi,
að þeir hnipruðu sig saman. Brátt
lærðistormunum aðhnipra sig saman,
hvenær sem kveikt var á ljósi.
McConnell malaði þá i duft og gaf
duftið óþjálfuðum ormum, sem
hámuðu það i sig. Þeir sýndu siðan
tvöfalt fleiri slik viðbrögð við ljósi en
McConnell hafði búizt við, enda þótt
þeir hefðu aldrei orðið fyrir raflosti.
Annar sérfræðingur, sem unnið
hefur að slikum rannsóknum og
tilraun, náði sams konar árangri með
gullfiska. Notaði hann mat i stað
raflosts sem þjálfunarþátt. Dr. George
Ungar við Baylorháskólann reyndi
hugmyndina á rottum. t búrum, sem
skipt var i björt og dimm hólf, fengu
rotturnar raflost, hvenær sem þær
fóru inn i dimm hólf. Eftir nokkra
daga lærðist þeim að forðast þau. Svo
malaði hann i sundur rottuheilana og
sprautaði upplausninni i heila lifandi
músa. Við eðlilegar aðstæður dveljast
mýsnar i myrkri um 80% af hverjum
sólarhring. En sá timi fór niður i 30%,
eftir að þær höfðu fengið sprauturnar.
Þetta bendir allt til efnafræðilegrar
yfirfærslu námsatriða.
Um hvers konar efnafræðileg áhrif
er að ræða? Dr. Hoiger Hydén,
taugaliffræðing við Gautaborgarhá-
skóla i Sviþjóð, grunaði, að þar væri
ribokjarnasýra (RNA) að verki. Sú
sýra ákveður, hvers konar eggjahvitu-
efni framleitt er i likamanum og i hve
miklu magni. Hugmynd hans var sú,
að ribokjarnasýran i heiiatauga-
frumunum, sem skipta billjónum,
framleiði eggjahvitusameindir, sem