Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 38
36
I huga mér, en þaö hefur alltaf skort
þessa sæluvimu, sem ég er i núna.
Varir hans muna enn eftir
mjólkinni, þegar hann er sofnaður.
Hakan titrar óvænt og líkami hans
kippist til, án þess aö hann vakni.
Vöövar hans sýna viðbrögö viö ósjálf-
ráöum hvötum. Ég gæti eytt hálfum
deginum I þaö eitt að viröa hann fyrir
mér.
Hljómur raddar minnar virðist hafa
vissa merkingu fyrir hann nú þegar á
þriöja ævidegi hans. Mjólkin mun róa
hann og flytja hann að nýju inn i heim
svefnsins, sem hann hefur I rauninni
ekki yfirgefiö aö fullu. Þessi ný-
uppgötvaða ánægjukennd fær hann til
þess aö hrópa upp af þolinmæöi. 1
eyrum mér hljómar kall hans voldugt
og undursamlegt.
Þaö viröist svo einfalt að lyfta barni
sinu upp yfir öxl sér og biöa þess, aö
þaö ropi. En litlu hnén eru enn vön þvi
aö kreppast upp að höku, og þvi er
þetta eins og litil, kringlótt kúla, sem
rennur stöðugt niöur I kjöltu manns á
ný-
Ég geri mér grein fyrir þvi, aö ég og
maöurinn minn hegðum okkur enn
verr en nýgift hjón, þegar ég vel úr
ferðatöskunni nákvæmlega réttu
-barnafötin, sem henta veðrinu, sem er
þann dag, þegar viö förum heim. t
augum okkar ljómar þetta stolt, sem
gerir annaö fólk vandræðalegt. Og af
allt að þvi hjákátlegri nákvæmni
leikum við þau hlutverk, sem við
höfum nýlega tekizt á hendur.
Hjúkrunarkonan færir son okkar úr
sjúkrahúsfötunum og færir hinn
furöulega langa og granna likama
hans í þessi allt of stóru heimfararföt,
sem eitt sinn virtust svo ótrúlega litil.
Skilningsrikar hjúkrunarkonur kalla
til okkar kveöjuorð, og lyftan fer með
ÚRVAL
okkur niður, okkur, sem erum nú oröin
fjölskylda.
Úti á bílastæðinu skýzt maðurinn
minn fram og aftur I haustregninu,
opnandi bllhuröir af mikilli stlma-
mýkt. Hann er vafalaust aö reyna aö
vera slfellt á hreyfingu, ef ske kynni,
aö hjúkrunarkonan rétti honum
barnið. Það vekur dálitla óttakennd,
þegar maöur tekur þessa hjálparvana
veru I fangiö og ekur af staö meö hana.
Ef hann færi nú að gráta og ég fyndi
kannske ekkert ráö til þess aö stööva
hann? Ég g«£ ekki útskýrt neitt fyrir
honum. Þaö þýðir ekkert fyrir mig aft
segja viö hann, að hann geti alveg
treyst mér til þess aö gefa honum aö
borða, að skipta á honum, aö láta hann
ropa eöa bara að halda á honum. Og
ungbörn gráta svo hátt. Hann mun
ekki skilja, að hann þarf ekki aö láta
alla vita að hann er óhamingju-
samur . . . .bara mig.
Sonur okkar er nú einnar viku
gamall. Þarna liggur hann, rauöur f
framan af öllum grátinum, bognu
fæturnir festir neðan á kvið hans, þar
sem mjaömir hans munu veröa, mjúk-
lega bogadregnu handleggirnir festir
rétt fyrir neöan eyru hans, þar sem
axlirnar munu veröa.
Hann rikir yfir lifi minu. Dagar
minir eru ein hringiöa af bleyjum og
hrópum, sem ég álit stafa af sulti en
gera það ekki, hrópum, sem stööva
veröur meö snuöi. Nætur minar eru
eins konar sambland vöku og svefns,
þar sem blandast saman hálfheyrður
grátur, sem svarað er með hálf-
munaðri mjólkurgjöf, og stefnumót
viö bleyjufötuna um miðja nótt. Fyrra
starfsskipulag gagnar mér nú ekki
lengur. Ég verð að einbeita mér að
hverri hreyfingu hans og hverri