Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 87
GÖÐI PAFINN
85
þjóðhöföingjar eöa alþýða manna i
uppreisn oft öll ráð þessara kosninga-
athafna kardlnálanna I hendi sér,
þannig aö þeir voru i rauninni valda-
lausir. En allt frá árinu 1276 höfðu
kardlnálarnir, sem páfa skyldu kjósa,
jafnan útilokað sig frá heiminum um
hrlð til þess að taka þessa mikilvægu
ákvörðun. Þvl var það, að kl. 5.30 þ. 25.
október siðdegis hringdi stór klukka
úti I húsagarðinum þrisvar sinnum og
gaf þannig öllum óviðkomandi
persónum aövörun um að yfirgefa
kosningasvæðið, en á þvi voru samtals
200herbergi. öllum gluggum, hurðum
og göngum hafði verið vandlega lokað
og læst og þau jafnvel innsigluð, slmar
höfðu verið teknir úr sambandi og út-
varpstæki verið fjarlægð.
Þarna er um að ræða tilkomumikið
og frægt svæði innan Vatlkansins, en
samt var þar talsverður skortur á
svefnrými og þvotta— og baðaðstöðu
fyrir svo marga menn. Nokkrum
blaðamönnum var fylgt um það, og
höfðu þeir skrifað hjá sér þær athuga-
semdir, að matseld fyrir kardlnálana
færi fram i mjög ófullkomnum
eldhúsum reglusystra Sankti Mörtu,
en sú regla er ekki beinllnis þekkt fyrir
aö skara fram úr á sviði mats-
eldarinnar. Og blaðamennirnir höfðu
jafnframt spáð þvi, að kosningin tæki
ekki langan tlma.
Klukkan 6.08 siðdegis var siðasta
opna ganginum læst að utanverðu. Nú
voru kardinálarnir einir. Og þeir
kæmu ekki út af svæði þessu, fyrr en
einn þeirra hefði verið kosinn páfi.
Hið risavaxna torg fyrir framan
Péturskirkjuna var aldrei tómt,
meðan á biðinni stóð, hvorki að nóttu
né degi. Prestar komu þangað til þess
að biðjast fyrir og nunnur til þess að
syngja sálma. Borgarbúar komu
þangað til þess að skiptast á alls kyns
orðrómi og bíða. Fjórum sinnum á
degi hverjum hljóðnaði allt sem
snöggvast, og allra augu einbiíndu á
granna reykháfinn, sem teygði sig upp
úr Sistinekapellunni, og á blýgráan
reykinn, sem liðaöist upp um hann.
Samkvæmt gamalli hefð brenndi hver
kardináli sinn atkvæðaseðil og bætti
við rökum hálmi til þess að framkalla
svartan reyk, ef páfi hafði ekki verið
kosinn.
Sunnudagurinn leið og einnig mánu-
dagurinn, og nú hljóp enn meira fjör I
getgátur manna. Sumir sögðu, að
kardinálarnir væru að leita að bráða-
birgðapáfa. Aðrir sögðu að
kardlnálarnir vildu helzt ungan páfa,
sem gæti lagað hinar fornu hefðir
kirkjunnar að lifi 20. aldarinnar.
Enginn vissi I rauninni, hvað var að
gerast.
Nokkrum mínútum yfir kl. 5 slðdegis
á þriðjudeginum steig hvitur reykur
upp úr reykháfnum. Páfi hafði verið
kosinn. „Viva il Papa.” (Lifi páfinn)
hrópuðu sumir, og mannfjöldinn tók
undir, svo að það flæddi voldug hljóð-
bylgja yfir torgið, hljóðbylgja, sem
var þrungin gleði. Fréttirnar bárust
út, og fólk tók að streyma til St.
Péturskirkjunnar hvaðanæva úr
borginni, þannig að hið mikla torg
varð svart af mannhafinu. Og allir
biðu þess nú að heyra nafn hins nýja
páfa.
Lltið heiðursvarðlið hermanna gekk
yfir torgið, og rauðir fjaðraskúfarnir
sveifluðust upp og niður á viðhafnar-
höfuðfötum þeirra. A þrepum
kirkjunnar var Palatinevarðlið
Vatikansins að taka sér stöðu, reiðu-
búið að heilsa að hermannasið, þegar
hinn nýi páfi birtist. Gullni
páfakrossinn varborinn út á miðsvalir
kirkjunnar, og hinn 84 ára gamli yfir-
djákni kardinálanna birtist við svala-