Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 24
22
ársvaxtarhringum frá hlýviðris-
árstiðum eru álitnar benda til þess, að
þar hafa iskaldir loftstraumar verið að
verki. Burstaköngulfurur i Kaliforniu
og Nevada sýna þannig á báðum
stöðunum geysimiklar kuldabylgjur
sumrin 1453, 1601, 1884, 1902, 1941 og
1965 e.Kr., og hafa veðurathuganir
slðustu áratuga staðfest þetta, hvað
siðustu ártölin snertir. Er hér um að
ræða fyrirbrigði, sem endurtekur sig
aftur og aftur?
Sérfræðingarnir hafa greint og talið
frjókorn, sem fundizt hafa i eins konar
„gildrum”, sem myndazt hafa, þegar
trjábörkur hefur vaxið yfir sár á bol
burstaköngulfuranna. bannig var
hægt að bera jurtagróður árið 1300
f.Kr. saman við jurtagróður 350 e.Kr.
Kætur, sem allur jarðvegur hefur
fokið ofan af, tegja sig og engjast frá
bolum gamalla burstaköngulfuru-
trjáa, likt og þær séu að syrgja
fallvaltleika sjálfrar jarðarinnar.
Sums staðar stendur efri hluti þeirra
allt að þrem fetum upp úr jörðinni, þar
sem jarðvegur hefur skolazt burt. En
þær eru samt i tengslum við jörðina
með öngum, sem ganga frá þeim niður
i þann litla jarðveg, sem eftir er. Og
þær færa trénu enn næringu gegnum
lifandi leiðslur, sem er enn að finná á
þeim neðanverðum. Útreikningar,
sem grundvallast á þeim tima, sem
liðið hefur, og lækkun jarðvegsins,
gefa upplýsingar um það, hversu hratt
Hvitufjöll i Kaliforniu blása upp, þ.e.
um næstum eitt fet að meðaltali á
hverjum þúsund árum.
Hvað fornleifafræðina snertir, eru
þessar virðulegu furur Nýja heimsins
sem óðum að umbylta skilningi
mannsins á forsöguöldum Gamla
heimsins. Kolefnisaldursákvarðanir á
ársvaxtarhringum burstaköngul-
furanna sýndu ár eftir ár, að það var
ÚRVAL
um að ræða villur i kolefnisaldurs-
ákvörðunaráðferð þeirri, sem þegar
hafði unnið sér hefð. Visindamennina
grunaði, að villum þessum yllu
breytingar á kolefnismagni andrúms-
loftsins. Og hið nýja burstaköngul-
furukerfi, sem nú er farið að nota við
aldursákvarðanir, kemur að gagni um
viða veröld, enda hefur það sannað
skekkjur, sem nema allt frá nokkrum
öldum til þúsund ára.
Aldursmunur á fornleifum, sem
fundizt hafa i Evrópu og Mið-
austurlöndum, hefur til dæmis alls
ekki reynzt vera sá, sem hann var
áður álitinn vera. Nú kemur það fram,
að hinar miklu steingrafir i
norðvesturhluta Frakklands og á
Spáni kunna að vera eldri en hinir
frægu piramidar Egyptalands, en slikt
finnst mönnum stórfurðulegt. Hinar
dularfullu steinsúlur i Stonehenge i
Englandi kunna að vera eldri en
svipaðar súlur, sem fundizt hafa
annars staðar. Markverðar upp-
finningar og endurbætur á sviði verk-
fræði, byggingalistar og málmvinnslu
áttu þannig uppruna sinn i Evrópu, en
ekki ætið einhvers staðar i Austur-
löndum. Þörf er viðbótarrannsókna á
þessu sviði i nokkur ár i viðbót, en nú
er það viðurkennt, að frumleg
sköpunargáfa hinna fornu Evrópubúa
hefur verið mjög mikið vanmetin.
Og þetta er alls ekki allt og sumt.
Burstaköngulfururnar hafa ekki
aðeins getað hjálpað til þess að
fornleifafræðingum tekst nú að gera
aldursákvarðanir af meiri nákvæmni
en áður, heldur hjálpa þær einnig til
við enn flóknari athuganir og rann-
sóknir i leit að svörum við
grundvallarspurningum um eðli
jarðar og jarðlifs. Tékkneskur jarð-
eðlisfræðingur notar nú sýnishorn af
furum þessum til þess að rannsaka