Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 121
119
Hvers vegna höf&u Sovétmenn yflrburöl? — Botvinnik og Petrosjan I
heimsmeistaraeinvigi 1963.
Tal og Spassky. Þannig að Rússar
héldu heimsmeistaratitlinum óslitið
frá 1948 til 1972. — Botvinnik skrifaði
og komst þannig að orði um sigur sinn
l heimsmeistaraeinviginu: „Hin
sögulega barátta milli rússneskrar og
auðvaldsskákar lauk með algerum
sigri rússneskrar listar.” — Hver var
ástæðan fyrir þessum yfirburðum?
Það er ekki ti! þess að gera litið úr
hæfni þessara skáksnillinga og félaga
þeirra, ef þessi árangur er þakkaður
að einhverju leyti yfirvöldunum, þvi
að stjórn Ráðstjórnarríkjanna hefur
allt frá upphafi látið sér annt um við-
gan’g skákarinnar. Gifurleg
fjölmiðlun, þýðing skákbóka af
erlendum tungumálum, skipulagning
á skákmótum — allt hefur þetta lagt
skerf til rússneskrar skáklistar.
Tilgangurinn var af stjórn-
málalegum toga spunninn. Rússar litu
á skák, eftir þvi sem einn sagn-
fræðingur þeirra hefur sjálfur haldið
fram, „sem fjarri þvi aö vera aðeins
leikur. Skák örvar, þroskar og agar
hugsun, sem gefur henni menntandi og
uppeldislegt gildi. í öðru lagi þroskar
hún viljafestu. 1 stuttu máli kennir hún
skákmanninum innsæi, varúð, ein-
beitni og að haga sér eftir breyttum
aðstæðum. Þessir hæfileikar i einu
samhengi eru einmitt þeir, sem helzt
mega prýða þann, sem telzt vera
fullkominn einstaklingur.” — Það
þótti þvi vel þess viröi að leggja rækt
viö skákina.
Sá, sem loks varð til þess að rjúfa
áralanga einokun Rússa á heims-
meistaratitlinum I skák, Robert
Fischer frá Bandarikjunum, i
einviginu I Reykjavik 1972, hafði
sjálfur slnar eigin skýringar á yfir-
burðum Rússa. Hann áleit, að