Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
komið til þess aþ hitta mig, svo aö ég
hef komiö til þess aö hitta ykkur,”
sagöi hann viö fangana og brosti til
þeirra.
„Viva il Papa,” (Lifi páfinn)
hrópuöu þeir á móti.
Þegar hann kom til deildar
siafbrotamanna, sem framið höfðu
alvarlega glæpi, en deild sú var
einangruö frá öðrum fangelsis-
deildum, baö hann um,
hliðiö aö deildinni væri opnaö, svo að
hapn kæmist inn. „Hindriö mig ekki I
aö ná til þeirra. Þeir eru allir börn
Guös”. Þegar páfi kom inn i deildina,
féll moröingi einn á kné fyrir honum
og spurði bænarrómi: „Getur veriö
um að ræöa fyrirgefningu fyrir slika
sem mig?” Sem svar viö spurningunni
reisti páfi fangann á fætur og faömaöi
hann að sér.
Þegar fyrsta starfsár hans á páfa-
stóli var á enda, hafði hann þegar veitt
yfir 240.000 manns áheyrn. Aður en
Jacqueline Kennedy, forsetafrú
Bandarikjanna, gekk á hans fund,
velti hann þvi fyrir sér, hvort hann ætti
aö ávarpa hana sem „frú forseti”.
Honum var tjáö, að þaö væri
viöeigandi, að hann kallaði hana bara
„frú” eða „frú Kennedy”. Og svo hélt
hann áfram aö velta þvi fyrir sér,
hvort ávarpið hann ætti aö velja. En
svo þegar hún birtist i dyrunum, flýtti
hann sér I áttina til hennar með
útbreiddan faðminn og kallaöi:
„Jacqueline.”
Þaö, sem hann sagði við slik
tækifæri, skipti ekki eins miklu máli og
hlýjan, sem streymdi frá honum, hin
innilega hlýja. Hann hafði áhuga á
öllum, sem hann hitti, bauð alla vel-
komna, ekki á ópersónulegan,
hátiölegan og formfastan hétt, heldur
mannlegan.
Opnir giuggar
1 fyrstu hafði Jóhannes ekki i hyggju
aö umturna kirkjunni, a.m.k. var hann
sér þess ekki meðvitandi. En þaö leiö
ekki á löngu, þangaö til hann haföi
varpað ýmsum gömlum erföavenjum
algerlega fyrir róöa. Tveim vikum
eftir krýningu sina tilkynnti hann, að
hann mundi útnefna 23 nýja kardinála.
Þetta voru furðulegar fréttir, þar eð
þá færi heildartala þeirra yfir 70, en
það hámark hafði veriö sett áriö 1586.
Og á föstudaginn langa felldi hann
„svikulir Gyðingar og trúleysingjar,”
úr hinni hefðbundnu bæn páfa.
Hann var ekki byltingarmaður, og
hann sýndi ákveöna andstööu gegn
hvers kyns viðleitni til þess að varpa
fyrir róöa 2000 ára gömlum trúar-
setningum og kenningum kirkjunnar.
En hann áleit, aö kirkjan hefði þörf
fyrir, aö hún væri færð inni 20. öldina.
Veröldin haföi breytzt. Rúmur
þriðjungur mannkynsins var nú undir
kommúnistastjórn. Jafnvel I
Frakklandi og ítaliu sótti aðeins þriðji
hver kaþólikki kirkju nokkurn veginn
reglulega. Alls staðar fækkaöi þeim,
sem fundu hjá sér köllun til þess aö
gerast prestar. Það var augsýnilega
þörf fyrir einhverjar breytingar á
stjórn og tiöagerö kirkjunnar.
Morgun einn, aðeins þrem
mánuöum eftir páfakjöriö, var
Jóhannes páfi að ræða þessi mál viö
Tardini kardinála. Jóhannes páfi lýsti
siöar þessu augnabliki á eftirfarandi
hátt: „Skyndilega urðum viö fyrir
innblæstri, likt og þegar blóm
blómstrar............. Kirkjuþing.”
Fimm dögum siðar stakk hann upp á
þvi við hina 17 meðlimi „Hins heilaga
kardinálaskóla”, að boðað skyldi til
Kirkjuþings.
ÞdSsari uppástungu var tekið með
algerri þögn. A fyrsta