Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 37
35
DAGBOK
NÝRRAR
MÓÐUR
Redbook — Judith Geissler.
I
Aeinu augnabliki þrýstist barn
okkar inn i veröldina á augna-
bliki likamlegrar lausnár, og
tengir okkur, eiginmann og eiginkonu,
i sameiningu fæðingarinnar. Við
tökumst i hendur, þegar við horfum á
litla andlitið, .sem grettir sig i mót-
mælaskyni. Þaö slakar á likama
minum, sem varð alveg nýlega að leita
á vit óafvitaðra varabirgöa af orku. Og
yfir likama minn flæða bylgjur
sterkra, ómengaðra tilfinninga. Ég
deili með konum allra alda gleðinni af
þvi að ala eiginmanni son.
Mér er afhent barnið sem snöggvast
og siðan föður þess. Þetta er furðulega
veikbyggö vera að sjá. Ég neita að
viðurkenna, hve klaufaleg mér finnst
ég vera. Mun mér ekki á einhvern hátt
veitast hin samsafnaða vizka þeirra
mæöra, sem ólu sin börn á undan
mér?
Mér er ekið út úr fæðingarstofunni
og leyft að fylgjast með þvi, þegar
sonur minn er baðaður i fyrsta sinni.
Ég geri mig algerlega ánægða með að
leyfa hjúkrunarkonunni að meðhöndla
hann. Ég varpa þeirri hugmynd frá
mér sem imyndun einni, að barns-
buröur ummyndi konu á einhvern
dularfullan hátt og geri hana aö móður
á einu augnabliki. Og þegar ég er svo
komin inn i sjukrastofu mina, nýt ég
afreks mins innilega og geri mig
ánægða með aö hvfla mig. Það er ekki
fyrr en nokkrum tfmum siðar, aö ég
finn vakna með mér eölislægt hungur i
að vefja barn mitt örmum og næra
það.
Hjúkrunarkonan hjálpar mér að búa
mig undir að gefa barninu að sjúga
fyrsta sinni. Siðan réttir hún mér ein-
hvern mjúkan böggul. Og út úr
bögglinum gægist örlitið, rautt andlit
með munni, sem opnast upp á gátt.
Eðlisávisunin fær höfuð hans til þess
aö reigjast aftur á bak i leit að hlýrri
geirvörtunni. Akafinn er slikur, aö
likaminn titrar. Hann ber slikt algert
traust til min, og ég er svo klaufsk. Og
hann er þegar sofnaður meö opinn
munninn við brjóst mér. Nú flæðir
móöurkenndin yfir mig eins og
morgundagur, sem lengi hefur verið
beöiö eftir og er nú loks runninn upp.
Ég hef lifað þetta augnablik æ ofan I æ