Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 51
FJÖLDAFRAMLEIÐSLA A FÖLSUÐUM PENINGUM
þess „ að ná i nokkra 5 dollara seðla til
þess að geta skipt,” eins og hún orðaði
það. Og þar hringdi hún I lögregluna,
svo að litið bar á. Mennirnir voru
handteknir, og kom þá i ljós, a.ð.þeir
báru á sér þykka vöndla af fölsuðum
seðlum og lykil að herbergi i bilagisti-
húsi þar i grenndinni, en þar beið einn
félaga þeirra. Leyniþjónustan hafði
svo upp á tveim siðustu félögum
peningafölsunarhringsins, einnig 1.7
miiljón dollurum I fölsuðum seðlum og
piötum, sem notaðar voru til þess að
prenta seðlana eftir. Að siðustu náðu
yfirvöldin einnig i 2.5 milljónir dollara
I fölsuðum 20 dollara seðlum, sem
faldir voru i furuskógi fyrir austan
Porterville i Kaliforniu. Peninga-
fölsurunum hafði aðeins tekizt að
koma út 400 dollurum af öllu
upplaginu.
Þeir, sem dreifa fölsuðum peninga-
seðlum, forðast banka og alla þá aðra
staði, þar sem afgreiðslumenn hafa
þaö fyrir venju að skoða seðla, sem
þeim eru afhentír. Þeir eyða fölsuöum
peningaseðlum á stöðum, þar sem er
mjög mikið að gera og gjaldkerar lita
aðeins sem snöggvast á upphæð
seðlana, áður en þeir taka við þeim.
„ónóg birta og langar biðraöir af
óþolinmóðu fólki slikt er paradis fyrir
peningafalsarana,” segir einn leyni-
þjónustumaður.
Ýmis brögð eru notuö til þess að
fyrirbyggja það, aðseðlarnirliti út sem
splunkunýir. Margir peningafalsarar
lita seðlana með daufum gráum eða
gulum lit. Aðrir skola þá i þvottavél i
vatni, sem kaffi, te eða ösku hefur
veriö bætt út i. Sumir krympla hvern
seðil, rifa af honum horn eða stimpla
númer á hann til þess að gefa til
kynna, að hann hafi farið um hendur
bankagjaldkera. Þegar slikir seðlar
.49
eru rannsakaðir nákvæmlega, lita þeir
oft-úr fyrir að vera jafnskitugri og
annað hvort ljósari eöa dekkri en
ósviknir peningaseðlar.
Ósviknir seðlar eru alltaf prentaðir á
leyniformúlupappir, sem unninn er úr
tuskum og I eru örlitlir rauðir og bláir
þræöir. Falsaðir peningaseðlar eru
venjulega prentaðir á sléttari og
stökkari pappir, sem skrjáfar meira i,
papplr, sem unninn er úr tré. Hann
kann að innihalda örlitil rauð og blá
prentuð strik, en ekki slika þræði.
Jafnvel hinir vönduðustu fölsuðu
seðlar eru samt aðeins myndeftir-
prentun, sem getur sjaldan sýnt öll
þau 2000 smáatriði, sem er að finna á
ósviknum seðli, þótt fólk taki að visu
sjaldan eftir þeim öllum. Ósviknir
seðlar eru prentaðir með hjálp frum-
plötu, sem fimm listamenn voru I heilt
á að gera i Prentunar— og graftrar-
skrifstofu Fjármálaráðuneytisins I
Washington. Þetta eru þeir seðlar,
sem mest hefur verið vandað til
hönnunar á I gervöllum heiminum.
Litiö til dæmis á myndina af Abraham
Lincoln ( á 5 dollara seðlunum),
Alexander Hamilton (á 10 dollara
seðlunum) eða Andrew Jackson ( á 20
dollara seðlunum). Jafnvel í bak-
grunni hverrar andlitsmyndar er
fjöldi fingerðra lina, sem skerast sitt á
hvað og llkjast helzt sáldi eða slu og
mynda yfir 1000 örlitla ferhyrninga.
Linur þessar eru alltaf mjög skýrar og
órofnar. Þessir ferhyrningar, auk sér-
stakrar prentunaraðferöar, mynda
greinileg skil milli andlits-
myndarihnar og bakgrunnsins og gefa
andlitsmyndinni þrividdarsvip.
A fölsuðum peningaseðlum eru
örlitlir gallar sýnilegir um næstum
allan seðilinn. Það er ákaflega erfitt
fyrir seðlafalsara að hindra, að blek
renni út i einhvern af örlitlu