Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
hverju dularfullu takmarki, einhverju
leyndardómsfullu, sem engin skýring
fæst á fyrr en við tortimingu okkar.”
Og hin hrikalega frásögn i „Handrit
I flösku” endar með þvi að skipiö tor-
timist með ósköpum inn á milli stór-
kostlegra isveggja. Edgar Allan Poe
notar flöskupóstsfyrirmyndina að
minnsta kosti einu sinni aftur á öðrum
stað, en það er i skáldsögunni „The
Balloon Hoax”. Hið mikla loftbelgs
svikafyrirtæki, sem birtist i New York
blaðinu „The Sun” á miðju ári 1840.
Frásögnin var hreinræktuð
„skippara historia” frá upphafi til
enda en það stóð ekki i vegi fyrir þvi að
fjöldi lesenda „The Sun” gleypti
frásögnina, sem kom út i köflum, eins
og heilagan sannleika!
Börn Grants skipstjóra.
Annað dæmi um flöskupósts fyrir-
myndina i heimsbókmenntunum er
„Les enfants du capitaine Grant”, —
Börn Grants skipstjóra eftir Jules
Verne, sem kom út á árunum
1873—1874 og hefur verið ástsælt les-
efni hjá hverri ungdómskynslóðinni af
annarri siðan. Bókin hefst á frásögn
um að skipverjar á lystisnekkju Lord
Glenarvans „Duncan” veiða stóran
hákarl skammt norður af Islandi.
Þegar hákarlinn er opnaður kemur i
ljós að i maga hans er stærðar flaska
og i henni er bréf, ritað á ensku,
frönsku og þýzku, sem skýrir frá þvi,
að „Britannia” skip Grants skipstjóra
hafi farizt, en aö Grant og tveir af
mönnum hans hafi bjargazt á þeim
stað, þaðan sem flöskupósturinn er
sendur, en það sé á 37. gráðu suður
breiddar, en lengdargráðuna vantar.
Lord Glenarvan og kona hans ákveða
að gera tilraun til þess að bjarga
Grant skipstjóra og leggja af stað á
skipi sinu Duncan. Með i ferðinni er
einnig franskur jarðfræöingur og
sonur og dóttir Grants. Þau ferðast
hnöttinn endilangan á móti öðru leitar-
skipi og finna loks Grant og menn hans
á eyjunni Maria Teresea, sem einmitt
liggur nákvæmlega á 37. gr. S.
breiddar. En úr þessu skapast ótal
ævintýri.
Flöskupóstur i þágu visinda.
Um miðja 18. öld var stofnað til
alþjóða siglingamálaráðstefnu undir
forystu ameriska sjóliðsforingjans
Matthew F. Maury. Árangurinn varð
sá, að byrjað var að rannsaka vind og
strauma um alla jarðkúluna og varö
upphaf að nútima veður— og haffræði-
starfsemi. Þau vinda— og straumkort,
sem byrjað var að útbúa styttu
siglingaleiðir seglskipanna yfir heims-
höfin um allt að einum þriðja og gerðu
ferðalögin öruggari.
Flöskupóstur i 10.000 ölflöskum.
Fyrir nokkrum árum gekkst
ameriska fiskimálaráðuneytið fyrir
viðtækum rannsóknum byggðum á
flöskupósti, með 10 þúsund ölflöskum,
sem fengnar voru hjá ölgerðarfyrir-
tæki. Flöskurnar fundust aftur svo að
segja um allan heim. t flöskunum var
spurningaskema, sem átti að útfyllast,
en margir þeirra, sem sendu svörin,
óskuðu einnig bréflega eftir nánari
upplýsingum um þessar tilraunir. Þó
að það væri greinilega tekið fram, að
fólk gæti ekki búizt við greiðslu fyrir
endursendingu, voru margir, sem
báðu um eitt og annað. Einn
Indónesiumaður óskaði eftir að fá sent
transistortæki, armbandsúr eða bil.
Margir báðu um peninga — átakanleg
bréf, sem lýstu sárri fátækt. Frá
Bahamaeyjum kom þannig bréf:
„Ég.er gömul kona 90 ára að aldri.
Þess vegna bið ég yður að vera svo