Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
Skýrsla
frá
morgunstjörminni
Hvað fengu Rússar út úr rannsóknum á Venusi?
Sputnik
Máninn? Gömul lumma! ” — varö
einum stjarnfræðingi að orði.
Það er dálitið djúpt tekið i
árina, en á vissan hátt þó skiljanlegt.
A bak við liggur óseðjandi hungur eftir
einhverju nýju, eins og löngunin eftir
að uppgötva jafnmikið um hin himin-
tunglin og við vitum þegar um þennan
næsta nágranna jarðarinnar. — Það er
samanburður upplýsinga, frá mis-
munandi plánetum, sem getur
ráöið gátuna um sólkerfið, og lika
jarðarinnar sjálfrar.
Nýjustu upplýsingar, sem borizt
hafa frá sjálfvirku rannsóknar-
stöðinni, Venera—8, gefa til kynna, að
Venus, Mars, Jörð og Máni séu öll til
orðin með einum og sama hætti — öll
bökuð úr sama deiginu. Þó eiga þau
fátt likt með hverju öðru, öll i mis-
munandi fjarlægð frá sólu, mis-
munandi stærðar og hafa öll mis-
munandi þróunarskilyrði.
Þannig eru i stuttu máli fyrstu
niðurstöður enn einnar rann-
sóknarinnar á „morgunstjörnunni”,
sem dr. A.P. Vinogradov, forseti
visindaakademiu Ráðstjórnar-
rikjanna, kunngjörði nýlega.
Rannsóknunum er haldiö áfram. Þær
verða að finna svörin við þeim fjölda
spurninga, sem nagað hafa visinda-
menn á fjölmörgum sviðum — stjarn-
fræðinga, jarðfræðinga og alla þar á
milli.
Ferð Venera—8 var byrjunin 'á leit
að svörum við þrem þýðingarmiklum
spurningum: úr hverju eru ytri lög
Venusar? Hvað eru þessi ský, sem
hýlja plánetuna sjónum manna neðan
af jörðu? Og að lokum, komast sólar-
geislar i gegnum þessi ský?
Eftir að hafa rannsakað gufuhvolf
Venusar, lenti geimathugunarstöðin á
plánetunni sjálfri, dagsbirtumegin.
Það var fyrsta lendingin þar. Fyrri
rannsóknarstöðvar Rússa i
Venera—áætluninni (frá Venera—4 til
Venera—7) höfðu farið svipaðar ferðir
og lent á skuggahlið Venusar.
Eins og fyrirrennarar hennar þá
skipti Venera—8, sem var 1.184 kg að