Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 59
57
VEIZTU?
1. Hver er höfundur „Sjór, öl og ástir”?
2. Hver segir frá i bókinni „Prófastsonur segir frá”?
3. Hvaða flokkur stjórnar i Japan:
4. Eftir hvern er islenzka skáldsagan „Förumenn”?
5. Er Nikarakva (Nicaragua) i Suður—Ameriku?
6. Hve gamall er Mao formaður?
7. Hver á tslandsmet i kringlukasti?
8. Hver var formaður svonefndrar valkostanefndar?
9. Hver er forstjóri tSAL?
10. Hver er höfundur „Skruddu”?
Sjá svor á bls. 128.
Islenzkir blaðamenn geta það ekki, en Richard Meryman, frægur
höfundur timaritagreina, sem skrifaði einkurp i Life, meðan það var,
hefur mjög ákveðnar aðferðir við viðtöl við fólk. „Fullkomna viðtalið
sprettur af fullkomnum spurningum,” sagði hann. Meryman ver að
meðaltali fimm klukkustundum til að undirbúa hvert klukkustundar
viðtal. Þá talar hann við fólk, sem er nákomið þeim, sem hann ætlar að
taka viðtalið við fyrir timaritið, og vandar sig við spurningar. Meryman
segir: „Ég reyni að sofa mikið, et ekki sterkju eða sykur. Ég er i rúminu i
hálfan dag, áður en ég tek viðtalið og et siðan steik i morgunverð. Með
þessu er ég að hreinsa hugann og efla viðbrögð min og athygli eftir
föngum, svo að ég fái sérstaklega skarpa tilfinningu fyrir þeim hálfósögðu
visbendingum, sem finna má i taii þess, sem ég ræði við, þegar til kemur.
Með þvi koma mér i hug mikilvægustu spurningarnar, meðan viðtalið
stendur, og þær skilja milli góðs viðtals og ills.