Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
hélt Luigi Traglia kardináli
guösþjónustu utanhúss fyrir allar
þúsundirnar á Sankti Péturstorginu.
Vorgolan var svo mild, að kertaljösin
á altarinu blöktu rétt aðeins. Skömmu
fyrir klukkan átta mælti Tragília
kardináli svo hin hefðbundnu
kveðjuorð. „Ite, missa est” (Farið,
messunni er lokið). Og á því augna-
bliki gerðist það, að maðurinn, sem
fæddur var Angelo Roncalli en kom nú
mjög til greina að verða tekinn I
dýrlingatölu, dró andann hinzta sinni
og dó.
Mannfjölgunarráðstefna I Japan.
Arið 2000 verða ibúar Asiu fleiri en íbúar alls heimsins voru arið 1970, ef
fólki heldur áfram að f jölga þar jafnört og nú gerist.
Kom þetta fram i skýrslu, sem til umræðu var á ráðstefnu um mann-
fjölgunarvandamál Asiulanda, en ráðstefnan var haldin I Tokyo um
miðjan nóvember. Þrjátiu og eitt land átti fulltrúa á ráðstefnunni, og i
tuttugu og fimm þessara landa hefur þegar verið komið á fót miðstöðvum
eða starfsemi á vegum hins opinbera, sem miðar að þvi að stemma stigu
við mannfjölgun með gerð fjölskylduáætlana. Þegar siðast var haldin slik
ráðstefna árið 1963 i Nýju Dehli var starfsemi af þessu tagi aðeins hafin i
fimm af þeim löndum, sem þar áttu fulltrúa.
Það kom fram á ráðstefnunni að næstum fimmtungur Ibúa þessara
rúmlega 30 rikja býr i tólf löndum og þar er mannfjölgunin meiri en 3% á
ári. A nitjándu öldinni fjölgaði ibúum þessara landa um 50%, en á
tuttugustu öldinni er gert ráð fyrir að ibúatalan þar fjórfaldist, að minnsta
kosti. Arið 1900 voru ibúar alls heims taldir vera 1650 milljónir, en verða
um næstu aldamót 6515 milljónir.
Mjög mikill munur er á mannfjölgun i hinum svokölluðu „þróuðu” og
„vanþróuðu” heimshlutum. 1 hinum þróaða heimi er búizt við fólksfjölgun
um 158% á þessari öld, en i vanþróuðu eða þróunarlöndunum verði
fjölgunin 365%. Ef þessi spá stenzt munu 77 % ibúa heimsins búa i
þróunarlöndunum árið 2000, en hliðstæð tala árið 1970 var 70%.
Margir sérfræðingar, sem um þessi má fjalla, hugsa til þess með
nokkrum áhyggjum hvernig eigi að útvega öllu þessu fólki atvinnu og
húsaskjól. Löndin, sem hér um ræðir, hafa sett sér markmið, og ef það
næst, mun draga alla verulega úr fólksfjölgun frá þvi, sem þessar spár
gera ráð fyrir. Ef markinu verður náð verða fbúarnir 764 milljónum færri
árið 2000 en spáin gerir ráð fyrir. Þá mundi með öðrum orðum ekki þurfa
að byggja 180 milljón ný hús handa þessu fólki og gifurlegt fjármagn
mundi sparast i fjárfestingu á öðrum sviðum, svo sem i menntamálum.
Mestur er vandinn I Suðurhluta Asiu, Indlandi, Indókina og Indónesiu,
þar sem búizt er við að mannfjöldinn vaxi úr 1947 milljónum nú 1 2128
milljónir árið 2000.1 Austur Asiu m.a. i Kina og Japan er búizt við að fjölgi
úr 928 milljónum I 1407 milljónir.
Árið 1974 munu Sameinuðu þjóðirnar gangast fyrir mannf jöldaráðstefnu
og það ár verður helgað þvi vandamáli, sem hin öra fólksfjölgun I
heiminum er að verða.