Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 41
DAGBÓKNÝREAR MÓÐUR
39
Þegar barnið mitt reynir að sitja, aö
leita hinna ýmsu hljóða umhverfisins
og aöskilja þau og að snerta um-
heiminn og skynja hann, finn ég, að
hlutverk mitt þessa sex mánuði hefur
verið fólgið i þvl að veita honum
stuöning neðan frá likt og ég væri
undir honum. Upp frá þessu mun hlut-
verk mitt breytast og verða fólgiö i þvi
að teygja mig niður til hans og lyfta
honum upp.
Mér geðjast vel að móöur-
hlutverkinu og finnst þægilegt að vera
móðir.
Fimmtán ára háskólastúdent
Serjosja Anufriev lauk miðskólanámi frá skóla númer 17 i Rostov og
fékk fullverðlaun fyrjr frammistöðu sina. Þrátt fyrir það neitaði móttöku-
nefnd Læknaskólans i Rostov að taka inntökuumsókn hans til greina.
Astæðan var sú, að hann var aöeins fimmtán ára gamall. Menntamála-
ráðuneyti æðri— og miðskólamenntunar blandaði sér i málið. Með sér-
stöku leyfi fékk Serjosja að taka inntökuprófin. Nú er hann læknisfræði-
stúdent.
Dagblaðið ,,Vetsjernij Rostov” skrifar, að Serjosja hafi farið út á sömu
braut og móðir hans, en hún er læknir, og faðir hans er flugmaður. Snáðinn
var sex ára, þegar hann byrjaði að ganga i skóla og sýndi einstaka hæfi-
leika með þvi að taka þrjá bekki á einu ári. Sem sagt, i læknaháskólanum i
Rostov, hefur bætzt 15 ára læknastúdent i hópinn.
Húsin sveiflast, en hrynja ekki.
t Alma—Ata, höfuðborg lýðveldisins Kasakhstan er verið að byggja
nokkrar opinberar byggingar, háskóladeildir, listasafn, og flugvallar-
byggingu, sem munu verða fær um að standast jarðskjálfta, sem hafa
styrkleikann 9 á jarðskjálftamæli.
Grunnar bygginganna hvila á stálfjöðrum, sem koma þvi til leiðar, aö
húsin sveiflast, en hrynja ekki. Það er hópur visindamanna i Kasakhstan,
sem hefur komið fram með þessa aðferð, sem i framtiðinni verður notuð
við allar byggingar i Alma—Ata.
Nýskógur I heimskautslandi.
Sú stofnun á vegum sovézku visindaakademiunnar, sem fjallar um
skógræktarmál i Kareliu, hefur látið gera framkvæmdaáætiun i sambandi
við nýgræðslu skógar á landsvæðum norðan heimskautsbugs. A þessum
slóðum er vöxtur trjánna hægfara, en þau verða á hinn bóginn mjög harð-
gerð og viðurinn sem fæst úr þessum skógi óvenju harður.
Talið er, að milli 10 og 20 ár liði, þar til hin nýgróðursettu tré fara að
teygja eitthvað að ráði úr sér. Skógræktarmennirnir hafa þó fundið aðferð
til að gróðursetja ung tré, sem eru i vexti, þannig að þau vaxi mun hraðar
en ella.