Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
raunverulega móttekið heilagt
sakramenti eöa héldu áfram aö vera
innan vébanda kirkjunnar aö strlöi
loknu. Og þannig var „Skirnar-
áætluninni” hleypt af stokkunum.
Þetta haust og þennan vetur fyrir
fannst varla nokkur sú kaþólsk kirkja I
Budapest, sem skaut ekki skjólshúsi
yfir Gyöinga. Og þegar Rússar tóku
svo borgina I febrúar árið 1945, haföi
llfi þúsunda Gyöinga verið bjargaö
vegna ráösnilli Roncalli og aöstoöar
bandarlsku neöanjarðar-
hreyfingarinnar.
„Hversu snjall þessi maöur er."
Slöla árs 1944 bárust þær fregnir, aö
hann heföi veriö skipaöur páfalegui
sendiherra I Paris, en það er æösta
staöa I utanrlkisþjónustu Vatíkansins.
Þaö virtist næstum ótrúlegt, aö hann,
sem hafði aldrei gegnt æðri stööu en
sem páfalegur fulltrúi á næstum
óþekktum stööum, skyldi veröa fyrir
valinu, enda fannst honum þá, 63 ára
gömlum, sem hans biði aöeins gröfin.
„Ég þyrfti aö vera 10 árum yngri,”
skrifaöi hann. „Ég mun gera mitt
bezta.”
Roncalli gerði sér ekki neinar
tálvonir um stöðuveitingu þessa.
Gengiö haföi veriöfram hjá ýmsum
öörum, sem llklegri höfðu mátt teljast,
og var þaö eingöngu vegna þess, aö
þeirra var þörf þar sem þeir voru eða
vegna þess að þeir voru I ónáö hjá
Charles de Gaulle hershöfðingja, sem
þá var forseti Frakklands til bráða-
birgöa, þar eö þeir þjónuðu I rikjum,
sem höföu veriö fjandsamleg I garð
Frakklands á stjórnmálasviöinu.
Roncalli skrifaöi á þessa leið: „Þegar
hestarnir gefast upp, reka þeir asna
af stað.”
A fyrsta degi hins nýbyrjaöa árs
afhenti Roncalli forsetanum skilriki
sln I Forsetahöllinni. De Gaulle, sem
gnæföi yfir feitlagna, litla biskupinn,
stóö þarna, stlfur og þurr á manninn.
Hann hafði ekki gleymt andstyggilegri
árás Itala á Frakkland áriö 1940 né
undirgefni Vatíkansins viö hin þýzku
hernámsyfirvöld. Roncalli baö til
Guös um leiösögn viö þessar erfiöu
aöstæöur og tók slöan aö lesa upp
vandlega undirbúna ræöu: „Með
innilegri ástúö I huga kem ég til
þessarar ástkæru þjóöar, sem stríöiö
hefur ætt yfir með öllum slnum
ógnum, allri sinni eyöilegg-
Enginn gat hlustað á Roncalli tala.
jafnvel ekki á hin nástemmdu oröa-
tiltæki, sem eru einkenni utanrlkis-
þjónustunnar, án þess aö gera sér fulla
grein fyrir þvl, aö oröin komu frá
hjartanu. Og franskan hans var góö.
Sagt er, aö gætt hafi nokkurs
viðbragös hjá hershöfðingjanum og að
svipur hans hafi örlltið bliökazt.
Þaö reyndi ósvikiö á alla hæfni og
næmleika Roncalli og ekki slöur hina
óendanlegu þolinmæöi hans, meöan
hann gegndi sendiherraembætti slnu I
Frakklandi I ókyrru kjölfari striösins.
En þaö leið ekki á löngu þangaö til
sendiherrabústaður Vatlkansins viö
Stræti Wilsons forseta var oröinn
uppáhaldssamkomustaður meöal
utanrlkisþjónustumanna, franskra
ráöherra og háttsettra erlendra þjóö-
höföingja og annarra embættismanna,
sem heimsóttu hina frönsku
höfuðborg. Þetta fólk kom samt ekki I
sendiherrabústaöinn til þess aö njóta
hins prýöilega matar og hinna ljúf-
fengu vina heldur vegna sendiherrans
sjálfs. Robert Schuman, utanrlkis-
ráöherra Frakklands á þeim tlma,
sagöi eitt sinn: „Hann er eini
maðurinn I París, sem hefur þannig
áhrif á mann meö nærveru sinni, aö