Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 61
SKÝRSLA FRA MORGUNSTJÖRNUNNI
59
þyngd, sér í tvennt undir ferðalokin.
Hringbrautarhlutinn (689 kg) fór á
braut umhverfis Venus, en lendingar-
hlutinn (495 kg) lækkaði flugið, og á
leiðinni til Venusar mældi hann sam-
setningu gufuhvolfs plánetunnar i mis-
munandi hæð.
Aðflugið tók um það bil klukkustund.
Það reyndi á þolrif Venusar-
flaugarinnar. t 45 kilómetra hæð og
þar fyrir ofan náði vindhraöinn 100
metrum á sekúndu. Hvirfilvindar
(vindhraði þeirra um 50 metrar á
sekúndu) geisuðu i 15 og 20 kilómetra
hæð yfir yfirborði Venusar. Að visu
lægði eftir þvi, sem neðar dró, og i 10
kilómetra hæð var Venera—8 komin i
hæga golu (vindhraði 2 metrar á
sekúndu), og eftir það var algert logn.
En þá tóku við aðrir erfiðleikar, þvi að
eftir þvi sem neðar kom, þfim mun
heitara varð. Hinn gufukenndi hjúpur,
þar sem hitastigið hljóp á hundruðum
gráða, varð sifellt þéttara, og þessi
sending frá jörðinni hafði nær stiknað.
En samt sem áður unnu mælitækin
eins og til var ætlazt, eftir að flaugin
var lent á Venusi, enda betur hita-
einangruð heldur en i fyrir-
rennurunum.
Fallhlif var látin verka sem hemill
og tryggja mjúka lendingu Venera—8.
Strax eftir lendinguna hófst 50
minútna loftskeytasending frá
„morgunstjörnunni”. Og hvað fengu
svo jarðarbúar að heyra?
Enginn sérstakur munur var á
skuggahlið Venusar og björtu hlið.
Það er ótrúlega heitt allstaðar á
þessari plánetu. A yfirboröinu er hita-
stigið um 470 gráður á Celcius og loft-
þrýstingurinn nær hundraðfaldur á við
það, sem hann er við sjávarmál á
jörðunni. Þetta kom vel heim við
upplýsingarnar, sem fengust frá
Venera—7.
,,Jarð”vegurinn á lendingar-
staðnum reyndist vera tiltölulega laus
i sér, og þéttleiki hans 1,5 gramm á
rúmsentimetra (sem er 1,5 sinnum
þéttara en vatn). Yfirborðslagið með
4% Potassium, 0,0002% úranium og
0,00065% thorium liktist helzt graniti á
jörðunni. Slik hlutföll frumefnanna
(einkum hið mikla magn af
potassium) eru dæmigerð fyrir berg-
tegundir, sem hafa gegnumgengið
nýjar breytingar eftir upphaflega
mótun i t.d. neðanjaröareldgosi á
plánetunni. Slikar og aðrar álika upp-
götvanir varpa þýðingarmiklu ljósi á
rannsóknirnar á Venus og „jarð”
fræðilega samsetningu hennar.
Gufuhvolf Venusar? Það er 97%
koldioxið. Ennfremur inniheldur það
köfnunarefni (mest 2%) og súrefni
(0,1% eða minna) og vatns-
gufuinnihald skýjalaganna fer aldrei
framúr 1%. — Venera—8 hefur flutt
til jarðar mun nákvæmari upplýsingar
en fyrri tilraunir og jafnframt bætt við
þær. 1 fyrsta skipti hefur tekizt að
áætla ammoniummagn Venusar.
Mælingar i 46 og 33 kilómetra hæð
leiddu i ljós, að það hleypur frá 0.01%
upp i 0.1%. Það er afar mikilvæg
uppgötvun. Hversvegna?
Skýin, sem sveima i 50 kilómetra
hæð yfir Venus, mynda þétta
ógegnsæa hulu. En úr hverju er hún?
Gasi eða gufu? Eða föstu efni? Eða
kannski sambland af hvoru tveggja?
Það var einnig þaldið, að skýin gætu
verið samansett af vatnskristöllum,
en i þeirri hæð, sem skýjaþykknið
liggur, er hitastig ofan við frostmark,
loft er i þynnra lagi (enda loft-
þrýstingur aðeins hálf normal loft-
þyngd). Svo að möguleikarnir á þvi, að
vatn frjósi þar, eru að minnsta kosti
mjög óvissir.
Hitt er trúlegra, sem menn hafa