Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 17
AF HVERJU RIÐUR RÖBYN?
15
Robyn klæöist, hvað snertir fortið og
fjölskyldu, er hún djörf og einbeitt,
þegar hún heldur fram skoðunum
sinum á hlutunum. Hún er hið sigilda
dæmi um það, sem nútlmakonan þráir
að vera, frjáls kona, sem þarf aö
keppa gegn ýmsum keppinautum
og hefur sterkan vilja til þess aö bera
sigur úr býtum. A fjórum árum hefur
Robyn Smith komizt langt, allt frá þvi
að læra, hvernig á aö halda sér
hangandi á hesti, til þess að hafa nú
gerzt einn fremsti kappi erfiðrar
og hættulegrar atvinnugreinar. Og
þetta hefur henni tekizt þrátt fyrir þá
miklu hleypidóma, sem rlkt hafa gegn
- þátttöku kvenna á þessu sviði. Það er
augljóst, að henni hefði ekki tekizt
þetta, heföi hún ekki haft alveg
óvenjulega viljafestu til að bera.
„Ég hef alls engan áhuga á kven-
frelsishreyfingunni,” segir hún,
„nema aö því leyti, að ég álíti, að sér-
hver ætti að hafa rétt til þess að gera
það,sem hann langar til að gera. Ég er
ekki að reyna að sanna eitt né neitt.
Mig Iangar bara til þess að vera á
hestbaki.”
Skemmtigarðurinn i Glenelg I Astraliu var tandurhreinn, þótt ógrynni
barna hefðu verið þar með nesti sitt á „picnic”. Um kvöldið létu
stjórnendur þessarar barnaskemmtunar tilkynna, að innan um allt ruslið,
sem börnin höfðu dreift um garðinn, væru tveir leynilega merktir hlutir,
sem mætti skila og fá reiðhjól fyrir. Ruslið hvarf á augabragði, og
vinnendur fengu hjólin.
Dýragarðurinn i St. Albans er hinn fyrsti i Bretlandi, sem bannar konum
aðgang, ef þær eru klæddar i flikur úr skinnum dýrategunda, sem hætt er
við að deyi út. Náttúruverndarmaðurinn Peter Scott hefur skorað á 100
dýragarða að gera gangskör að þessu til að hamla gagn drápi þessara
dýra i heiminum. Leonard Plant, stjórnandi dýragarðsins, fékk stuðning
borgarstjórnar til að setja þetta bann.
Robert Dussard, „gatnastjóri” Parisar, hefur verið að prófa nýja
tegund umferðarmerkja. Þetta er eins konar klukka með visum, svipuð
klukkum, sem notaðar eru til að sýna tima i körfubolta'leikjum. Á
klukkunni geta vegfarendur séð, hversu margar sekúndur þeir hafa til að
komast yfir breiðgöturnar.