Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 91
GÓÐI PAFINN
89
á kvöldin, var hann oröinn svo
þreyttur, að hann haföi rétt aöeins
rænu á aö borða, og svo datt hann út
af. Og svo þegar hann lagði af staö á
morgnana, las hann i námsbókunum á
leiðinni, hrasandi I förunum eftir
vagnhjólin, og reyndi að komast eitt-
hvaö til botns I því, sem hafa átti undir
daginn.
Drengurinn haföi drukkiö i sig
kristna trú á eins eölilegan og sjálf-
sagöan hátt og hann dró andann. Guö
var raunverulegur i hans augum.
Angelo fann návist hans. Hann áleit,
aö þaö gæti ekki veriö um aö ræða neitt
göfugra lifsstarf en að þjóna Guði sem
sóknarprestur. Hann minntist ekki á
þessa löngun sina, þar eö hann áleit
þaö ofdirfsku af leiguliðasyni að ala
slikar vonir meö 'sér. En Don
Francesco geröi sér grein fyrir þvi,
hvaö ihuga hans bjó. ,,Þú skalt aldrei
veröa prestur,” sagöi hann striðnis-
lega við Angelo. „Minnztu' þess,
hvernig okkur liður, sveittum i þessum
þykka og þunga klæönaöi, og hve
flibbinn meiðir okkur.” En haustiö
1892 tókst honum að koma Angelo inn i
prestaskólann i Bergamo nálægt
Milano, enda þótt honum heföi ekki
gengið vel i gagnfræðaskólanum i
Celana.
Þaö var ekki þar meö sagt, að
Angelo heföi þannig skuldbundiö sig til
þess aö verða prestur. En Giovanni
geröi sér grein fyrir þvi, hvaða leiö
sonur hans mundi velja. „Hann er
sonur fátæks leiguliða”, sagði hann.
„Hann verður fátækur prestur.” En
hann gaf samt samþykki sitt til þess
náms, enda þótt hann hefði hlakkaö til
þess, eins og flestir bændur gera, að fá
brátt að njóta hjálpar elzta sonar sins
á ökrunum.
Vegna beiðni Dons Francescos
samþykkti bróðir landeiganda þess,
sem átti kot Roncallifjölskyldunnar,
aö standa straum af hluta náms-
kostnaðar Angelos. En Marianna
sagöi, að drengur, sem dveldi svona
viðs fjarri heimili sinu, þyrfti að hafa
nokkrar lirur handa á milli. Þau
Giovanni áttu enga peninga. Nú voru
fjölskyldumeðlimirnir orðnir 12
talsins. Og hvenær sem fáeinar lirur
urðu afgangs, varð að nota þær fyrir
skóm eða hlýrri yfirhöfn. Þvi lagði hún
af stað morgun einn til þess að biðja
ættingja sina að leggja fram svolitla
upphæð handa drengnum. Það voru
grátviprur um munn hennar, þegar
hún kom heim. Hún lét sig falla þung-
lamalega niður á stól við eldhúsborðið,
og svo brast hún i grát.
„Hvað er að, mamma?” spurði
Angelo.
Hún kom ekki upp neinu orði, en
hristi úr slitnu buddunni sinni á borðið.
Or henni ultu nokkrir smápeningar.
Upphæðin nam samtals 2 lírum eða
um 40 krónum.
Og svo lagði Angelo Roncalli af stað
til þess að gerast prestur, næstum 11
ára að aldri og með þessa litlu upphæð
I vasanum. en með hjartað fullt af
vonum æskunnar.
Dagbók sálarinnar
Þótt bærinn Bergamo sé aðeins ium
8milna fjarlægð frá Sotto il Monte, var
hann sem annar heimur, þrunginn af
ys og þys borgarlifsins. Verzlanir voru
fullar af ýmsum dýrlegum hlutum,
sem sveitadrengurinn hafði jafnvel
ekki getað imyndað sér, að til væru.
Og þegar hann gægðist inn i
kaffihúsin, kom hann auga á glæsilega
klædda karla og konur, sem liktust
ekki neinu þvi fólki sem hann hafði
hingað til kynnzt.
Angelo átti i erfiðleikum með
raunvisindagreinar og stærðfræðina i