Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
kompum sinum, þegar við þörfnumst
þess.
Minnið er „ógnvænleg” starfsemi,
sem hefur lengi töfrað þá, sem eru for-
vitnir um staðreyndir lifsins. Það er
samt ekki fyrr en nú nýlega, að gerð
hefur verið meiri háttar tilraun til þess
að skilgreina starfsemi minnisins,
mæla hana og öðlast skilning á
vinnuaðferðum þess. Taugaliffæra-
fræðingar, sálfræðingar, sameindalif-
fræðingar, lifefnafræöingar og fleiri
sérfræðingar eiga aðild að þvi
rannsóknarstarfi.
Flestum kemur saman um, að það
sé um að ræða a.m.k. tvær tegundir
minnis, annars vegar „skyndiminni”,
sem er aðeins virkt i nokkrar sekúndur
(maður gáir t.d. að simanúmeri i
simaskránni og man það nógu lengi til
þess að geta valið það) og langtima-
minnisatriði eru liklega geymd i eitt
skipti fyrir öll fyrir alla ævi manns.
Skyndiminnið er mjög miklum
takmörkunum háð. Maður getur
munað sem snöggvast 1 sjö stafa
simanúmer en ekki 3 eða 4. Og það er
mjög liklegt, að sé númerið á tali,
verði maður að gá að númerinu aftur.
Meðan þú lest þetta, geymirðu orð i
skyndiminninu. f lok setningarinnar
tileinkarðu þér merkingu hennar en
sleppir „taki” á orðunum sjálfum. En
rekist maður nægilega oft á eitthvert
skyndiminnisatriði, pósthverfis-
númerið sitt eða nafnið á nýjum
nágranna, flyzt þetta minnisatriði til
varanlegrar geymslu i langtima-
minninu.
Athyglisverðar aðstæður eða,
áreiðanleg „uppflettingaratriði”
hjálpa til þess að koma slikum
flutningi i kring. Skákstórmeistari
litur sem snöggvast á taflborðið, þegar
skák fer i bið. Og nokkrum dögum eða
jafnvel vikum siðar man hann
nákvæmlega stöðu taflmannanna,
vegna þess að það er rökréttsamhengi
ihenni og myndun hennar. En séu tafl-
mennirnir látnir á ýmsa staði af
handahófi, man stórmeistarinn ekki
fremur stöðu þeirra en við hin.
Langtimaminni er mesta furðufyrir-
brigðið. Eftir að minnisatriði fer til
geymslu i langtimaminninu, virðist
það geymast þar alla okkar ævi. Það
getur verið, að okkur reynist erfitt að
ná til þess, þegar við þurfum á þvi að
halda. En það er kyrrt á sinum stað
þrátt fyrir það. Noti maður ekki
móðurmál sitt i tiu ár samfleytt, getur
virzt svo sem öll þekking á þvi sé
horfin. Sem dæmi mætti taka
vietnamskt tökubarn i Kansasfylki.
En dvelji það siðan nokkrar vikur i
Vietnam að þessum tiu árum liðnum,
mun það byrja að tala móðurmál sitt
reiprennandi á nýjan leik. Þekking
þess á móðurmálinu var geymd i lang-
timaminninu.
Við gerum okkur ekki grein fyrir þvi
geysilega magni upplýsinga, sem við
höfum geymt i minni okkar. En við
sérstakar aðstæður er hægt að ná til
allra þessara upplýsinga. Dáleiðsla
gerði múrara einum það fært að muna
nákvæmlega óvenjulegt mynztur
veggs eins, sem hann hafði hlaðið fyrir
40 árum. Miðaldra maður einn lýsti
með geysilegri nákvæmni skóla-
stofunni, sem hann var i, þegar hann
byrjaði að ganga i barnaskóla.
Dr. Wilder Penfield, hinn mikli
kanadiski heilaskurðlæknir, hefur
komizt að þvi með hjálp skurðaðgerða,
hvar viss minnisatriði eru geymd i
heilanum. Með lágstraumsraf-
könnunartæki snerti hann ýmsa staði i
heila sjúklinganna.
„Rafstraumskitlið” gerði geymslu-
svæði virk og endurlifgaði atburði,
sem voru löngu „gleymdir” Ein