Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 33
HVERNIG A AÐ VELJA LEIKFÖNGIN?
31
athyglisverðari en önnur leikföng, og
er ástæðan einfaldlega sú, að meiri
hugkvæmni hefur verið beitt við
hönnun þeirra og gerð.
Jerome Kagan, prófessor i sálfræði
við Harvardháskóla, heldur þvi fram,
að þroskagildi leikfanga hafi verið of-
metið. Það er liklegt, að leikföng
hjálpi barni til þess að tileinka sér
ýmislega hæfni fyrr en það mundi
annars gera. En það veitist öðrum
börnum auðvelt að tileinka sér þá
hæfni siðar án slikra leikfanga, og
samkvæmt skoðun Kagans prófessors,
eru engar sannanir fyrir þvi, að slik
leikföng stuðli að heilaþroska
barnsins, auki samhæfingu viðbragða
þess, skynjunarnæmleika eða geri það
yfirleitt snjallara, þegar til lengdar
lætur. (Hann segir, að það sé annað,
sem sé miklu þýðingarmeira, hvað
snertir heilaþroska barnsins, þ.e. hin
margvislega örvun, sem ungbarnið
verður fyrir. Og þar álitur hann
þýðingarmest snertingu þess og sam-
skipti við aðrar mannlegar verur.
Fyrir barnið er slikt hin flóknustu og
skemmtilegustu leikföng, sem það
getur nokkurn tima fengið, leikföng,
sem það verður aldrei þreytt á.)
Sumir sérfræðingar álita, að það
geti verið varhugavert að halda
þroskandi leikföngum of snemma að
börnum jafnvel gegn vilja þeirra. Dr.
Peter H. Wolff, sálkönnuður, sem
stundar rannsóknir við Læknis-
fræðideild Harvardháskóla, og dr.
Richard I. Feinblook, sem starfar við
Barnalækningamiðstöðina i Boston,
eru báðir mjög ákveðið á móti of
flóknum þroskandi leikföngum fyrir
born undir tveggja ára aldri. Þeir
óttast, að slik leikföng kunni að beina
áhugamálum barnsins, sem eru enn
óviss og óþróuð, i steinrunninn farveg
og draga jafnvel úr hæfni þess til þess
að læra.
Kaupið leikföng, sem hæfa aldri
barnsins, áhugamálum þess og
hæfileikum.
Barn hefur örugglega mesta ánægju
og gagn af leikfangi, sem hæfir
þroskastigi þess. Hér á eftir fara
nokkrar uppástungur um leikföng
fyrir hvert þroskastig barnsins:
Ungbörn (frá fæðingu til 18 mánaða).
Nýjustu rannsóknir hafa sýnt, að
ungbörn eru miklu snjallari en álitið
hefur verið hingað til. Þriggja vikna
gömul geta þau greint á milli vissra
hljóða og þau einblina lengur á flókin
mynztur en á einföld. Fyrstu fimm
mánuði af ævi ungbarnsins ætti kjör-
orðið að vera tilbreyting, leikföng,
sem gefa möguleika til hreyfingar og
litaandstæðna, leikföng, 'sem hafa
fjölbreytileg mynztur O'g gefa frá sér
hljóð. Ungbarnið hefur ánægju af
hreyfanlegum leikföngum, sem gefa
frá sér tóna og eru I skærum, vel
sundurgreinanlegum litum (t.d.
rauðum og hvitum). Ungbörn töfrast
lika sífellt af sérstaklega hönnuðum,
óbrothættum málmspeglum (ekki
glerspeglum). Agæt eru lika mjúk
leikföng, sem gefa frá sér hljóð, þegár
þau eru kreist, og einnig leikföng, sem
barnið getur sogið og tuggið.
Nokkru eldra ungbarn vill geta
stjórnað leikföngunum sjálft og er til
dæmis hrifið af alls konar leikföngum,
sem það getur togað og slegið I. Leik-
föng ættu að vera þannig, að þau
hreyfist auðveldlega, þegar slegið er i
þau, og þau ættu einnig að vera
þannig, að þau launi barninu þá fyrir-
höfnina með einhverju hljóði eða öðru
tákni þess, að fyrirhöfn þess hafi borið
árangur. Sem dæmi mætti nefna vind-