Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
myllur, sem snúast, og dýr, sem leika
lag, þegar barnið togar i spotta.
Einnig eru boltar mjög ákjósanlegir,
ekki boltar, sem velta burt, heldur
boltar með troði i, með breytilegri
áferð eða með dældum f, þannig að
barniö geti auöveldlega náð taki á
b'oltanum.
Þegar barnið hefur náð 10—11
mánaða aldri, er það komið á mikla
hreyfingu og vill rannsaka flesta hluti.
Það er lika orðiö ákveðið i að reyna að
ráða sjálft yfir hlutum og stjórna
þeim. Þegar barnið byrjar að ganga,
likar þvi vel viö leikföng, sem það
getur stjórnað og ráðskazt með,
leikföng, sem hægt er að ýta og toga,
einkum leikföng.sem gefa frá sér ein-
hver hljóð og vel heyrist i, leikföng,
sem hægt er að lemja, og leikföng, sem
hægt er að stafla upp hverju ofan á
annað. Einnig eru leikföng, sem veita
umbun fyrir erfiði, mjög heppileg.
Sem dæmi mætti nefna dýr, sem
hoppar i loft upp, þegar barnið snýr
skífu. Barnið elskar hið óvænta og
nýstárlega. Einnig mætti nefna leik-
föng, sem hægt er að sitja á og nota
sem hest og einnig hægt að ýta og geta
þannig hjálpað til við skrið eða gang
og síðar er svo hægt að þeysa um á.
Leikföng, sem nota má i baði, og mjúk
dýr, sem hægt er að halda i fanginu,
eru einnig mikilvæg.
Smábörn <1 1/2 til 3 ára.)
Smábörn vilja stöðugt hafa eitthvað
fyrir stafni. Þau hlaupa, hoppa,
stökkva og klifra bara vegna
ánægjunnar af að gera slikt. Nú er
kominn timi til þess að kaupa góðan
klifurútbúnað, tæki, sem klifra má i
innanhúss, eða rennibraut, einnig
klifurtæki til notkunar utanhúss, en
þau geta börnin notað árum saman.
Og ofarlega á óskalista sér-
fræðinganna eru sandkassar og ýmis
tæki, sem má þeysa á.
Nú er samhæfing smærri vöðva
barnsins i örri þróun, og þvi gæti það
verið góð hugmynd að gefa þvi mjög
litil púsluspil, sem eru aðeins með 2-3
stykkjum, stórar kúlur til þess að
þræða á band eöa að smella saman og
stóra liti. Nú fer barnið að hafa gaman
að því að byggja, og þegar það hefur
náð 2-3 ára aldri, er það orðið nægilega
þroskað til þess að leika sér að
byggingakubbum. Mjög ákjósanlegir
eru kubbar úr tré, sem falla hver við
annan og eru i ýmsum stærðum og af
ýmislegri lögun. A þessu stigi hefur
barnið fengið mikla löngun til þess að
likja eftir, og nú þykir þvi gaman að
ýmsum leikföngum, sem eru smækkuð
mynd raunverulegra hluta, t.d. litlum
fólks- og vörubilum, brúðum, litlum
hljóðfærum og simum.
Forskólaaldur (3-6 ára).
Það er um að ræða tvo sterka
skapgerðarþætti barna á þessum
aldri: löngunina til þess að láta sem
ýmislegt óraunverulegt sé raunveru-
legt og löngunina til þess að öðlast
ýmsa hæfni. Gefið barninu einföld
leikföng, sem það getur beitt
Imyndunarafli sinu við, t.d. smáhús
(til eru ágæt pappahús, sem kosta 6
dollara), húsbúnað, leikbrúður,
búninga og lækningatæki, svo að
barnið geti leikið ýmis hlutverk hvert
af öðru. Sérstaklega er mælt með
sveitabæjum og landbúnaðartækjum,
bensinstöðvum og geimferðastöðvum,
auðvitað með nauðsynlegu fólki og
dýrum.
Leir og litir veita einnig ágæta útrás
fyrir sköpunarþörf barnsins. Sama er
að segja um skólatöflur, helzt stórar
og nægilega sterkar til þess að endast i