Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 46
44
áhrif geti haft á þessar frumur, svo aö
þær geti geymt „minnisatriöi”. Hann
prófaöi þennan möguleika á þann hátt,
aö hann framkvæmdi flóknar
tilraunir, sem miöuðu aö þvi aö fá
rottur, sem beittu fremur vinstri-
framfætinum („örvhentar”), til þess
aö beita þeim hægri i staöinn.
Þegar rotturnar höföu sett þetta
þjálfunaratriði i geymslu í minni sinu,
tók Hydén burt heila þeirra og hóf aö
kryfja heilataugafrumurnar með
hjálp kraftmikillar smásjár. A eftir
fylgdi efnafræðileg greining: Eggja-
hvituefnin, sem framleidd voru af
ribokjarnasýrunni, höföu raun-
verulega vaxið aö magni, og
lögun þeirra og starfsemi haföi einnig
breytzt.
Nú sem stendur viröist það þvi aö
minnsta kosti mögulegt, aö hin svo-
kölluðu heilasérhæföu eggjahvituefni
gegni þýöingarmiklu hlutverki á sviöi
minnisins. önnur tilraun, sem nýlega
hefur veriö gerö, kynni aö geta stutt
þessa kenningu. i tilraun þessari var
músum kennt aö vinna visst verk.
Siöan fengu þær lyf, sem hindrar
framleiöslu eggjahvltuefna i
likamanum. Og hver var svo
árangurinn? Þær gleymdu þvi,
hvernig vinna skyldi verk þetta.
Sé þaö staöreynd, aö geymsla
minnisatriða framkvæmist á efna-
fræöilegan hátt, hvernig eru þá hin
ýmsu minnisatriði „dregin fram i
dagsljósið aftur”, þ.e. hvernig man
maður þau aö nýju eftir þörfum? Nú
erum viö komin inn I hiö mikla
myrkur, enda þótt ýmsar athyglis-
verðar kenningar hafi komiö fram um
þetta. Hin dularfulla rafstarfsemi
heilans (heilabylgjurnar) kann aö
gegna þýöingarmiklu hlutverki viö aö
gera minnið virkt likt og rafkönnunar-
tæki Penfields tókst aö gera. Hafiö það
ÚRVAL
i huga, að jafnvel mestu snillingarnir
muna sem sagt ekki neitt um frum-
bernskuár sin, en þá er rafstarfsemi
heilans enn mjög illa skipulögö. Heila-
bylgjur breytast einnig við mikiö
andlegt starf og i svefni. Er þar aðeins
um aö ræöa eins konar leitartæki i leit
aö gleymdri þekkingu?
Sumt fólk býr yfir furöulegri getu til
þess aö draga geymd minnisatriöi
fram I dagsljósið. Nokkrir sjaldgæfir
einstaklingar þurfa ekki aö gera annað
en aö horfa á eitthvað sem snöggvast
og geta aö þvi loknu munaö öll hin
minnstu smáatriöi þess, sem þeir
horföu á. Sagt var, að Toscanini hafi
getað litið yfir hljómsveitarútsetningu
hljómkviöu og geymt siöan alla út-
setninguna I minni sinu, svo að ekki
skeikaöi einni nótu. Shass
Pollaks—hópurinn, en þar er um aö
ræöa hóp Gyðinga, sem hafa furðulegt
minni, lærði öll 12 bindin I babylonska
Talmudinum (trúarriti Gyðinga) orði
til orös og geymdi allan textann i
minni sér.
Ung kennslukona á þritugsaldri, sem
stundaði áður nám viö Harvard-
háskólann og vill ekki láta nafns sins
getið, þarf aöeins aö lita yfir blaösiöu I
ljóöabók i nokkur augnablik, og siðan
getur hún þulið ljóöin bæöi aftur á bak
og áfram. Ljóðabókin þarf jafnvel ekki
aö vera á tungumáli, sem hún skilur.
Meðan hún var nemandi, lærði hún
heillanga texta kennslubókanna utan
að fyrir prófin.
Er hægt að gera nokkuð til þess að
bæta minni manns? Nú er verið að
framkvæma miklar rannsóknir og
tilraunir viövikjandi minnisaukandi
lyfjum. Nokkur lyf, sem notuö hafa
veriö i tilraunum þessum, virðast
a.m.k. veita svolitla hjálp i þessu efni;
og bendir þetta til þess, að einhver