Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 25
HVAÐ SEGJA FURURNAR OKKUR?
23
meintar breytingar á segulafli jarðar.
Rannsóknarstofur um viða veröld nota
litla furubúta, sem iima samt enn, til
þess að rannsaka breytingar á
könnunarfrumefnum fyrir áhrif
timans. Visindamaður við Kaliforniu-
háskóla (i Los Angeles) notast viö
burstaköngulfururnar til þess að
rannsaka áhrif kjarnorkusprengju-
tilrauna. Fururnar eru nú sifellt ,,að
skrá” upplýsingar um loftmengun af
völdum iðnaðar og umferðar á
Kyrrahafsströnd Bandarikjanna.
Aldursákvörðuð sýnishorn eru nú
notuð til þess að veita upplýsingar um
það yfir langt árabil, hvort verk
mannanna dragi hættulega mikið úr
vexti skóga og hvort tilraunir
mannsins til þess að ráða einhverju
um veðrið munu heppnast eða mis-
takast. Lifkerfafræðingurinn C.W.
Ferguson, sem hefur einkum lagt fyrir
sig rannsókn ársvaxtarhringjanna,
álitur að þetta sé aðeins 'örlitið
sýnishorn af hinu mikla framlagi
þessa dásamlega trés til mannlegrar
þekkingar.
Hin virðulega burstaköngulfura
hvetur okkur til þess að beita
hæfileikum okkar til að læra af
verkum náttúrunnar. Og hún ér okkur
hvatning til þess að notfæra okkur þaö,
sem við lærum. Æviskeið eins trés nær
yfir gervallt þróunarskeið okkar
tæknilegu borgarmenningar. Hvað
getur maðurinn byggt, sem fær staðizt
I 5000 ár?
Merki á bókasafni: „Hafið hljótt, ykkúr mun Hka það vel.”
Presturinn hafði frátekið bilastæði við kirkjuna, en þar hafði þó einhver
annar lagt bilnum sinum. Prestur skildi eftir miða með þessum boðskap:
,,Munið garnla kinverska spakmælið: Sá, sem tekur stæði af presti, verður
að messa á sunnudaginn.”
Þetta heyrðist sagt i umræðum um ungu kynslóðina: ,,Ef unga fólkið
vissi, hvilikan tögg eldri kynslóðin þurfti að hafa til þess eins að geta orðið
gömul, þá mundi það sýna okkur meiri virðingu.”
Ef þú heldur, að nú sé enginn til lengur, sem trúir á hið óttalega „illa
auga”, þá taktu eftir: Sumir fulltrúar á þingi Sameinuðu þjóðanna snúa
sér alltaf undan, þegar þeir sjá skilti, þar sem auga er sýnt. Af þessum
sökum varð að fjarlægja páfagaukana, sem eitt sinn skreyttu grasflötina
við byggingu Sameinuðu þjóðanna i New York.