Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 47
UNDUR MINNISINS
45
tlma finnist miklu betri lyf með
þessum eiginleikum.
Minnistap er eitt helzta áhyggju— og
gremjuefni ellinnar. Hver er orsök
minnistapsins? Kannske er ein
ástæðan sú, að eftir 35 ára aldur deyja
um 100.000 heilataugafrumur á degi
hverjum, og engar koma nokkru sinni
framar i þeirra stað. Slagæðarnar i
heilanum harðna einnig, þannig að það
berst ekki eins mikil næring um þær.
Aðalerfiðleikar hinna öldruöu á þessu
sviði eru fólgnir i þvi að draga geymd
minnisatriði fram i dagsljósið, leita
með árangri að einhverri staðreynd i
dimmum afkimum hins andlega hana-
bjálkalofts. Margt aldraö fólk heldur
þvi fram, að enda þótt það eigi oft
erfitt með að muna atburöi, sem hafa
nýlega gerzt, geti það munað löngu
liðna atburði geysilega nákvæmlega.
Sálfræðingar eru i vafa um, að þetta sé
rétt. Þeir álita, að minningar um löngu
liðna atburði haldist ferskar vegna
þess eins, að hugurinn dvelst svo oft
viö þessa löngu liðnu atburði.
Rannsóknir og athuganir, sem
gerðar hafa verið I sjúkrahúsi fyrir
fyrrverandi hermenn, sem staðsett er
i Buffalo, benda til þess að rekja megi
skyndiminnistap hinna öldruðu að
nokkru leyti til súrefnisskorts. Vegna
hörðnunar slagæðanna eða minnkaðar
dælugetu hjartans berst ekki nægilegt
súrefni til heilans. Slik rannsókn var
framkvæmd árið 1Ú69, 13 sjúklingar
(meðalaldur 68 ár) voru látnir anda að
sér hreinu súrefni undir þrýstingi i
samfleytt 90 minútur tvisvar sinnum á
dag I tvær vikur. Prófun skyndi-
minnisatriða sýndi geysimikla
framför. Þar að auki virtust
sjúklingarnir geta geymt þessi
minnisatriði I talsvert langan tima,
eftir að súrefnismeðhöndluninni lauk.
Um þetta farast Craik prófessor svo
orð: „Kannske er bezta ráðið að halda
sér andlega virkum meö lestri,
skoðun, athugun, Ihygli og námi.
Heilinn sýnir viðbrögð við þjálfun.
Minnistap er miklu minna hjá gáfuðu;
og andlega virkum einstaklingum en
hjá öörum.”
Fundið upp U—vitamín.
Visindamenn við Lifefnafræðistofnunina og Matvælatækistofnunina i
Moskvu hafa fundið nýtt vitamin, sem er u—vitamin. Það hafa verið
gerðar margar tilraunir með það, en það samanstendur af aminósýrunni
metionin, en án hennar getur likaminn ekki verið. Efni þetta er i mörgum
fæðutegundum, en einkum i osti.
Vitamin þetta hefur heillavænleg áhrif á sjúklinga með magakvef og
magasár. Tilraunir hafa leitt i ljós, að u—vitaminið eykur möguleikann á
að lækna maga— og þarmasjúkdóma. Frekari tilraunir benda til, að vita-
minið komi að góðu gagni fyrir hjarta— og æða og húðsjúkdómasjúklinga.
Það mun ekki liða á löngu, áður en hið nýja vitamin kemur á markaðinn.
Fyrsta verksmiðjan hefur þegar verið reist i borginni úfa.