Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
meir. Þau töfra börnin sem s.mggvast,
en þau veröa fljótlega leiöigjörn. bvi
miöur er þessi tegund leikfanga
heppileg til sjónvarpsauglýsinga, sem
athygli beinist strax aö, aö áliti
auglýsendanna. En áherzlu ætti aldrei
aö leggja fyrst og fremst á þaö, hvaö
leikfang getur sjálft gert, heldur hvaö
barniö getur gert viö leikfangiö.
Gangiö úr skugga um endingu
og öryggi leikfangsins.
Bezta vörnin gegn leikfangi, sem
bilar á jóladagsmorgni, er aö kaupa
velgerö leikföng framleiöenda, sem
hafa gott orö á sér, leikföng, sem eru
til sölu i áreiöanlegum verzlunum. Ef
leikfang er gallaö, skuluö þiö skila þvi
aftur tafarlaust til þess aö láta gera
viö þaö eöa til þess aö fá endur-
greiöslu. Leikfang þar ekki að vera
dýrt, en foreldrar ættu ekki aö setja
þaö fyrir sig aö festa fé i raunverulega
góöum leikföngum. Þau munu endast,
og þaö er hægt aö láta önnur börn taka
við þeim siöar.
Bandarisk leikföng eruhættuminni en
nokkru sinni áöur. Astæða þess eru
nýjar kröfur, sem geröar hafa verið
með setningu Barnaverndar- og
leikfangaöryggislaga til þess að binda
endi á leyndar hættur, sem leikföng
geta búið yfir, svo sem eiturefni i
málningu, hvassar brúnir og eldhættu.
Matvæla- og lyfjaeftirlitsráöiö hefur
lista yfir rúmlega 800 leikföng, sem
hafa verið bönnuð. En hættuleg leik-
föng geta samt enn komizt óséö á
markaöinn. Hver sá, sem rekst á
leikfang, sem hann álitur vera hættu-
legt, átti að tilkynna verzlunar-
stjóranum það og einnig Matvæla- og
lyfjaeftirlitsráðinu (skrifstofur þess á
ýmsum stöðum eru skráöar i
simaskrám). Hver sá, sem kaupir
leikfang, sem er á bannlista þessum,
er skyldaður til þess að lögum aö skila
þvi aftur og fá það endurgreitt.
En hvaö um leikfangabyssur,
hertækjaleikföng, bila, sem beyglast
við árekstur til þess að Iikja eftir
raunverulegum árekstrum, o.s.frv?
Sérfræöingar álíta það yfirleitt, að
enda þótt leikföng þessi séu ekki
ákjósanleg, muni þau ekki valda
sálarlifi barnsins óbætanlegu tjóni.
Jafnvel þótt börn hafi ekki slik
leikföng, láta þau kubba rekast á og
nota prik sem vopn („Bang, bang! Þú
ert dauður!”)
Leikið ykkur viö barniö.
Börn eru oft ofmettuð af gjöfum um
jólaleytið. Dreifið leikfangakaupunum
á áriö eða geymið eitthvað af jóla-
leikföngunum þangað til siðar, þegar
um börn á forskólaaldri er að ræöa. En
það þýöingarmesta er aö sýna
barninu, hvernig nota skal leikfangiö,
ef þaö virðist óöruggt i þvi efni, og að
leika sér við það. Það hefur slæm áhrif
á sjálfsálit barnsins að taka alveg af
þvi völdin („Gerðu þetta svona, nei,
svona!”). En sálfræöingarnir segja,
aö þaö sé rétt aö útskýra hugmyndina,
sem liggur aö baki leikfangsins og
notagildis þess, að spyrja barniö
spurninga um leikfangiö, aö hrósa þvi,
þegar þaö meöhöndlar það á réttan
hátt, og hjálpa þvi, ef þaö hefur þörf
fyrir slikt, þ.e. aö taka 1 stuttu máli
þátt i skemmtuninni, sem leikfangið
veitir, þ.e. á stigi barnsins. Hafið þetta
i huga: Hversu mörg leikföng sem
barnið hefur og hversu vel sem þau
eru valin, þá verða þau aö siöustu án
nokkurrar þýöingar eða gildis, nema
þeim fylgi mannleg ást og athygli.