Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 122
120
SAGA NÚTÍMA SKAKLISTAR
ÚRVAL
rússnesku þátttakendurnir á þeim
mútum, sem skáru út úm, hver skyldi
skora á heimsmeistarann, hagnýttu
sér keppnisfyrirkomulagið. Svo
margir þátttakendanna voru rúss-
neskir, að þeir hefðu getaö lagzt allir á
eitt um að „gefa” þeim úr hópi sinum,
sem sigurstranglegastur var,
vinninga, meðan aðrir fengu engar
slikar „gjafir”. Aleit Fischer að með
þessu móti gætu þeir stuölað að
framgangi einhvers úr þeirra hópi,
þannig að ávallt væri tryggt, að áskor-
andinn væri rússneskur. — Þessi
skoðun Fischers fékk þann hljóm-
grunn, að heimssamband skákmanna
samþykkti breytingu á undanfara
heimsmeistaraeinvlgisins.
Eins og til þess að sanna skoðun sina
sigraöi svo Fischer hvern keppinaut
sinn i baráttunni um réttinn til að
skora á heimsmeistarann, Boris
Spassky, á eftir öðrum, og rak svo
endahnútinn á sigurgönguna með þvi
að vinna titilinn af Spassky.
Þar með er rússneski timinn á enda i
skáksögunni i bili, og bandariska
timabiliö hafið — hversu lengi sem það
stendur.
Gamanleikarinn Peter Ustinov móttók beiðni frá skólanum, sem sonur
hans var i. Leikarinn var beðinn að vanda um við son sinn, sem „lætur eins
og fifl, svo að allir hlægja aö honum”. Ustinov neitaði og sagði, að hann
gæti þvi aðeins leyft sér að greiða hin háu gjöld skólans, af þvi að hann
„léti eins og fifl og fengi fólk til að hlægja gegn greiðslu”. Þvi væri hann
manna óliklegastur til að stöðva son sinn við slikt hátterni.
Oscar Levant var frægur hljómlistarmaður og grínisti. Hann sagðist
stundum vera „taugasjúklingur I jafnvægi” eða eitthvað þess háttar.
Þegar hann hringdi að heiman til kunningja og þeir spurðu, hvernig hann
hefði það, svaraði hann gjarnan: „Ég hef ekki efni á að lýsa þvi fyrir þér,
fyrst simagjaldið er svona hátt”.
Grænt er gott fyrir eyrun.
Frá Moskvu: Verði hávaðinn frá umferðinni of mikill, skaltu mála eða
veggfóðra hjá þér i ljósgrænum eða bláum litum. Heyrnarsérfræðingar I
Leningrad halda þvi fram, að þessir litir dragi úr hávaðanum um mörg
desibel. Bak við þessa niðurstöðu liggur röð af tilraunum með hljóð-
deyfandi liti, og gerð hefur verið tafla, sem sýnir hvaða litir eru mest
hljóðdeyfandi og hvaða timbur.
Einnig hafa verið geröar tilraunir með liti á öðru sviði, þar sem
rannsökuð voru áhrif hinna ýmsu lita og ljósauppsetninga á vinnuafköst,
sjónþreytu og þreytu I heild. Niðurstöður tilraunanna hafa verið gefnar út i
skýrslu, þar sem lagðar eru fram tillögur um innréttingu vinnustaða.