Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 8
6
Glenda gat alls ekki haldið sér
vakandi lengur, þegar lyngdi að nýju.
Hún hallaði vanganum að öldunum,
likt og þær væru koddi, og blundaði.
öndunarpipan stóð upp úr sjónum og
færði henni nægilegt loft, meðan hún
blundaði.
Hún gat alls ekki gert sér grein fyrir
þvi, hversu lengi hún hafði sofið. En
þaö hafði létt til, þegar hún vaknaði.
Það var orðið heiðskirt, og stjörnurnar
voru skærari en hún hafði nokkru sinni
séð þær þegar hún var i landi. Svifið
gæddi sjóinn fosfórkenndum lit, og
fiskitorfur þutu fram hjá eins og ljós-
bjarmar.
Bæn um að mega lita sólarupprásina.
Nú heyrði hún i flugvél I fyrsta
skipti. Hún sá, að blysum var skotið
upp i fjarska, en svo sifellt nær. Þegar
ein af fallhlifunum með svifblysunum i
seig niður i aðeins tæpra 100 metra
fjarlægð, synti hún æðislega I áttina til
hennar, veifaði handleggjunum og
æpti. En flugvélin fjarlægðist án þess
að hægja á sér. Enginn hafði komið
auga á hana. Hún fann til logsárra
vonbrigða.
Nú átti hún samt orðið svolitla von,
og þá fóru hugsanir hennar að snúast
um lif hennar. Hún hafði sparað við sig
mánuðum saman til þess að geta keypt
Róbert dýrt úr i jólagjöf. Þetta átti að
koma honum algerlega að óvörum.
Hún hafði látið taka það frá. Fengi
hann það nokkurn tima, ef hún týndi
lifi?
Þegar hún fór að hugsa um Róbert,
varð henni jafnframt hugsað til
giftingarhringsins sins. Og hún gerði
sér grein fyrir þvi, að hann var smám
saman að losna af fingri hennar, um
leiö og krampakenndir kippir fóru um
fingurna. Hún renndi honum af baug-
fingrinum og tróð honum upp á þumal-
fingur og kreppti siðan hnefann og
gætti þess, að þumalfingurinn visaði
inn i lófann. Hún átti erfitt með að
hugsa ekki um allt það, sem hún
mundi fara á mis við, börnin, sem þau
höfðu þráð að eignast, fallega, gamla
húsið, sem þau höfðu ráðgert að
lagfæra. Hún bað þess eins að mega
lifa það að sjá sólina koma upp.
Siðustu klukkutimana rétt fyrir
dögun byrjuðu örsmáir fiskar með
hárbeittar tennur að narta i hana likt
og mýflugnager. Saltur sjórinn erti
blóðrisa afrifurnar á hælum hennar.
Hún velti þvi fyrir sér, hvort blóðið
mundi draga að sér hákarla eða hvort
hún mundi einfaldlega drukkna vegna
ofþreytu.
Loks kom sólin upp og hellti geislum
sinum yfir lygnan sæinn. En það sást
hvergi til mannaferða. Og svo tók
þorstinn að ásækja hana, þegar sólin
hækkaði á lofti. Varir hennar brunnu
af þorsta, og henni fannst sem tungan
væri allt of stór til þess að komast fyrir
I hálsinum. Saltið hafði klesst hár
hennar saman, svo að það liktist helzt
samanlimdri flækju. Hún var komin
með slæmar afrifur á lærin, sem
nugguðust saman i hvert skipti sem
hún varð að sparka frá sér til þess að
halda höfðinu upp úr sjónum, svo að
hún gæti andað. Henni reiknaöist svo
til, að hún hefði nú verið á sundi i
a.m.k. 18 tima. „Þetta getur ekki
haldiðendalaust áfram,” hugsaði hún.
„Kannske væri betra að binda bara
endi á það núna.”
„Gáið að glömpum”
Tuttugu milum austar söfnuðust
leitarbátarnir saman i Homosassa.
Allir voru ákveðnir að halda leitinni
áfram, þótt flestir álitu, að nú væri
orðin lit’il von til þess, að Glenda
fyndist á lifi. Róbert var hluthafi i