Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 70

Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL A þennan hátt lagði Rastelis leið sina i stórborgina. Fyrsta manneskjan, sem þau hittu, ' var þjófur. Þegar hann sá, að skransalinn gaf ekki gætur að varningi sinum, laumaðist þjófurinn til hans og stakk hendinni niöur i körfu hans. En auðvitað gat hann ekki dregið hana að sér aftur. Og þannig gekk Rastelis i gegnum borgina með hundinn á hælunum, vinnukonuna skellihlægjandi á eftir hundinum, gamla konan og maður hennar eltu vinnukonuna, skransalinn meö körfuna sina elti gamla manninn, þjófurinn skransalann og á eftir þjófnum slik hersing manna, að það náði engu tali. Rastelis hélt áfram og áfram, eins og ekkert hefði i skorizt. Þau mættu veiðiverði konungs, sem sagöi: „Hvar fékkstu þennan hund? Þú hlýtur að hafa stolið honum frá ein- hverjum baróninum?” ,,Ég hef engu stolið. Þetta er minn hundur.” En veiðivörðurinn trúði ekki Rastelis, og hann reyndi að taka hundinn af honum. Um leið og hann snerti hundinn, sátu hendur hans fastar, og hann fékk ekki losað þær. Og Rastelis hló. Hann hélt áfram til hallar konungs. 1 einum hallarglugganum sá hann kóngsdótturina sitja sármædda. Þannig hafði hún setið I fjölda ára, afhuga öllu, sem í kringum hana var. Kóngurinn hafði lofað þeim hálft konungsrikið, sem gæti komið henni til að hlæja. En það gat enginn, og þvi sat hún þannig frá morgni til kvölds og leit aldrei upp. Hundurinn þaut að glugganum og tók aö gelta hátt, dansandi á aftur fótunum. Sorgmædda kóngsdótturin leit upp og sá hundinn hoppa um, eins og stigi hann fjörlegan dans. Righaldnandi i hundinn dansaði einnig veiðivörður- kóngsins, og næstur honum stúlka, og henni næst gömul kona. A eftir gömlu konunni kom gamall maður, og á eftir gamla manninum kom farandsali með körfu fulla af skrani, en honum næst kom svo þjófur, á eftir þjófnum heil hersing, sem náði engu tali. öll voru þau hrópandi, bölvandi og þrefandi. Og þar sem þau fengu ekki skilið sig að, dönsuðu þau öll. Dönsuöu svo aö skórnir hrukku af þeim. Þessi sprenghlægilega sjón kom kóngsdótturinni til að hlægja svo dátt að undir tók i allri höllinni. Gamli kóngurinn kom hlaupandi. Hann leit út um gluggann, og hrópaði hlægjandi: „Sleppið þeim, annars rifna ég af hlátri.” Rastelis losaði bandið af hálsi hundsins, og fólkiö tvistraðist eins og jafnmörg epli, sem rúlla i allar áttir. Kóngurinn kvaddi Rastelis til hallarinnar og sagði við hann: „Jæja, þú getur fengið verölaunin, sem ég lofaði. Taktu hálft konungsríkið og dóttur mina þér fyrir konu.” En Rastelis stóð þarna tvistigandi i óvissu og kuðlaöi hattinum á milli handanna. „Ertu ekki ánægður?” spurði kóngurinn undrandi. „Ég hef ekkert með hálft konungs- rikið að gera, og ég get ekki tekið mér dóttur þina fyrir konu. Ég hef lofað mér minni gráeygðu Zentu: nema ég hef ekkert að bjóða henni utan nafnið mitt. Ekki einu sinni hús að búa i. Viltu vera svo góður og hjálpa okkur?” Kóngui;inn var yfir sig hrifinn. Hann gaf Rastelis hattfylli gullpeninga og leyfði honum að fara. Þegar Rastelis kom úr höllinni, kallaði hann á hundinn. En hundurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.