Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
A þennan hátt lagði Rastelis leið
sina i stórborgina. Fyrsta
manneskjan, sem þau hittu, ' var
þjófur.
Þegar hann sá, að skransalinn gaf
ekki gætur að varningi sinum,
laumaðist þjófurinn til hans og stakk
hendinni niöur i körfu hans. En
auðvitað gat hann ekki dregið hana að
sér aftur.
Og þannig gekk Rastelis i gegnum
borgina með hundinn á hælunum,
vinnukonuna skellihlægjandi á eftir
hundinum, gamla konan og maður
hennar eltu vinnukonuna, skransalinn
meö körfuna sina elti gamla manninn,
þjófurinn skransalann og á eftir
þjófnum slik hersing manna, að það
náði engu tali. Rastelis hélt áfram og
áfram, eins og ekkert hefði i skorizt.
Þau mættu veiðiverði konungs, sem
sagöi: „Hvar fékkstu þennan hund?
Þú hlýtur að hafa stolið honum frá ein-
hverjum baróninum?”
,,Ég hef engu stolið. Þetta er minn
hundur.”
En veiðivörðurinn trúði ekki
Rastelis, og hann reyndi að taka
hundinn af honum. Um leið og hann
snerti hundinn, sátu hendur hans
fastar, og hann fékk ekki losað þær. Og
Rastelis hló. Hann hélt áfram til hallar
konungs.
1 einum hallarglugganum sá hann
kóngsdótturina sitja sármædda.
Þannig hafði hún setið I fjölda ára,
afhuga öllu, sem í kringum hana var.
Kóngurinn hafði lofað þeim hálft
konungsrikið, sem gæti komið henni til
að hlæja. En það gat enginn, og þvi sat
hún þannig frá morgni til kvölds og leit
aldrei upp.
Hundurinn þaut að glugganum og
tók aö gelta hátt, dansandi á aftur
fótunum.
Sorgmædda kóngsdótturin leit upp
og sá hundinn hoppa um, eins og stigi
hann fjörlegan dans. Righaldnandi i
hundinn dansaði einnig veiðivörður-
kóngsins, og næstur honum stúlka, og
henni næst gömul kona. A eftir gömlu
konunni kom gamall maður, og á eftir
gamla manninum kom farandsali með
körfu fulla af skrani, en honum næst
kom svo þjófur, á eftir þjófnum heil
hersing, sem náði engu tali. öll voru
þau hrópandi, bölvandi og þrefandi.
Og þar sem þau fengu ekki skilið sig
að, dönsuðu þau öll. Dönsuöu svo aö
skórnir hrukku af þeim.
Þessi sprenghlægilega sjón kom
kóngsdótturinni til að hlægja svo dátt
að undir tók i allri höllinni. Gamli
kóngurinn kom hlaupandi. Hann leit út
um gluggann, og hrópaði hlægjandi:
„Sleppið þeim, annars rifna ég af
hlátri.”
Rastelis losaði bandið af hálsi
hundsins, og fólkiö tvistraðist eins og
jafnmörg epli, sem rúlla i allar áttir.
Kóngurinn kvaddi Rastelis til
hallarinnar og sagði við hann: „Jæja,
þú getur fengið verölaunin, sem ég
lofaði. Taktu hálft konungsríkið og
dóttur mina þér fyrir konu.”
En Rastelis stóð þarna tvistigandi i
óvissu og kuðlaöi hattinum á milli
handanna.
„Ertu ekki ánægður?” spurði
kóngurinn undrandi.
„Ég hef ekkert með hálft konungs-
rikið að gera, og ég get ekki tekið mér
dóttur þina fyrir konu. Ég hef lofað
mér minni gráeygðu Zentu: nema ég
hef ekkert að bjóða henni utan nafnið
mitt. Ekki einu sinni hús að búa i. Viltu
vera svo góður og hjálpa okkur?”
Kóngui;inn var yfir sig hrifinn. Hann
gaf Rastelis hattfylli gullpeninga og
leyfði honum að fara.
Þegar Rastelis kom úr höllinni,
kallaði hann á hundinn. En hundurinn