Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 27
25
MAÐURINN, SEM LIFÐI BLÖÐLAUS
Læknarnir þar greindu sjúkdóminn
sem veirulifrarbólgu. Þar er um að
ræða sýkingu i lifrinni af völdum
veiru. Þeir hófu því meðhöndlun I
samræmi við þessa sjúkdóms-
greiningu. Hann þarfnaðist hvlldar og
varð því að liggja rúmfastur. Hann
varð að hafa alveg sérstakt mataræði.
Og hann fékk einnig lyf.
Næstu þrjár vikurnar virtist Olsen
taka svolitlum framförum. Upp-
bólgin lifrin minnkaði, og starfsemi
hennar batnaði.
Hið hættulega háa hvatamagn
(enzyme) I líkama hans varð aftur
eðlilegt. En í lok marz byrjaði lifrin að
stækka á nýjan leik. Hann kvartaði um
hitasótt og köldu. Líkamshiti hans fór
allt upp I 39,4 stig á Celsius, og gulan
jókst, þangað til hann var orðinn „eins
á litinn og grasker”. Svo fór hann að
sjá ofsjónir og talaði um „fólkið, sem
býr niðiáiiög gægðist hvað eftir annað
undir rúmið. Þ. 29 marz hafði liðan
hans versnað svo, að hann gat ekki
lengur sagt, hvað hann hét.
Læknarnir höfðu reynt allt, sem I
þeirra valdi stóð. Það virtist sem ekki
gæti liðið á löngu, þangað til eitrið,
sem var komið á hringrás um allan
llkama hans, gerði algerlega út af við
hann. Nú ákváðu þeir að gera úrslita-
tilraunina honum til hjálpar. Þeir
ætluðu að flytja hann til Wilford Hail-
lækningamiðstöðvar flughersins, sem
er I bænum San Antonio I Texasfylki,
en þar höfðu verið gerðar tdraunir allt
frá árinu 1967 með nýja meðhöndlun
sjúklinga, sem haldnir voru lifrar-
sjúkdómum. En þeir höfðu litla von
um bata. Liðsforinginn, sem var
yfirmaður sveitar þeirrar, sem Olsen
taldist til, spurði tvo af vinum hans,
hvort þeir væru reiðubúnir að fljúga til
San Antonio, ef hann dæi, og fara með
lik hans til Laurens I New Yorkfylki,
sem var heimabær hans.
Llðan Olsens versnaði enn meira,
meöan stóð á sjúkrafluginu til San
Antonio. Hann sýndi aðeins lítils
háttar viðbrögð við þjáningum.
Sjáöldur hans voru starandi og út-
þanin og sýndu engin viðbrögð við
birtu. Þegarþotan lenti á flugvellinum
I San Antonio, var svo af Olsen dregið,
að hann var kominn á fjórða stig dás,
en það er næsta stig á undan
dauðanum. A flugvellinum beið hans
sjúkrabill, sem ók hqnum I miklum
flýti til lækningamiðstöðvarinnar.
Þrlr möguleikar.
Lif unga mannsins hvildi nú i
höndum tveggja manna, dr. John
Harlan, 34, ára gamals læknis sem var
I þeim læknahópi lækningamið-
stöðvarinnar, sem fékkst við sjúk-
dóma og kvilla I meltingarvegi, og dr.
Geralds Klebanoffs, 40 ára læknis,
sem var einn af yfirskurðlæknunum.
Þeir ræddu um þetta sjúkdómstilfelli
og komust að þeirri niðurstöðu, að það
væri aðeins um þrjár mögulegar
lækningaaðferðir að ræða af „hefð-
bundnu” tagi, fyrst Olsen hafði ekki
orðið gagn af lyfjagjöf. Einn
möguleikinn var fólginn i geysimikilli
blóðgjöf. En það er ekki hægt að skipta
algerlega um blóð með þeirri aðferð,
og þvl mundu hættuleg eiturefni halda
áfram að streyma um likama hans og
hann mundi þvi að likindum ekki
vakna úr dáinu.
Annar möguleikinn var fólginn i þvi,
að tekin yrði lifur úr heilbrigðu dýri,
hún siðan sett I sérstakan geymi, sem
tengdur var dælukerfi, og blóðið úr
Olsen siðan látið streyma I gegnum
lifrina i þeirri von, að lifur dýrsins
tækist að soga I sig hin vanvænu eitur-
efni á þeim fáu timum, sem hún yrði