Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 23
HVAÐ SEGJA FURURNAR OKKUR?
21
Abrahams og jafnvel enn lengra aftur
f hinar óljósu forsögualdir? John Muir
náttúrufræðingi varð svo aö orði,
þegar hann virti fyrir sér þessar
undnu en tignarlegu lifverur, þar sem
þær ber við klettasnasir, hamra eða
himin: „1 þeim má sjá augljósa stað-
festingu á kærleika Guðs.”
Þessi öldnu tré við eða fyrir ofan
efstu trjágróðrarmörkin, eru furðuleg
I lögun, undin og snúin.'næstum þvi
ótrúleg oft og tiðum. Hvert þeirra
hefursin sérstöku „persónueinkenni”.
Mörg þeirra eiga sér nöfn, t.d.
Methúsalem (elzta lifandi tréð, að þvi
bezt er vitaö), Ættarhöfðinginn
(stærsta burstaköngulfuran, sem vitað
er um, 12 m i ummáDog Alphafuran
(fyrsta lifandi tréð, sem fannst af
þeim aldursflokki trjáa, sem náð hafa
4000 ára aldri). Til allrar hamingju er
ekki hætta á, að furur þessar deyi út,
þar eð þeim fjölgar sennilega ört. En
samt er það að verða aðkallandi
vandamál að veita athyglisverðum
sérstökum trjám og þyrpingum trjáa
nægilega vernd og einnig enn eldri
dauðum trjám og trjáleifum. Bannað
er aö höggva þau eða hluta af þeim. En
landsvæðin, sem þau vaxa á, eru
geysilega viðáttumikil, og erfitt er að
hafa eftirlit með þvi, að lögum þessum
sé hlýtt.
Arið 1901 byrjaði A.E. Douglass að
leita að trjám nálægt Tucson i
Arizonafylki með það fyrir augum að
fá hjá þeim upplýsingar um veðurfar
fyrri alda og árþúsunda. Edmund
Schulman aðstoðarmaður hans rann-
sakaði sequoiarauðviðarfururnar og
ársvaxtarhringi þeirra, en honum
fannst þær ekki vera eins gott
rannsóknarefni og tré, sem uxu á
þurrviðrasvæðum, þvi aö þau höfðu að
geyma nákvæmari upplýsingar um
mismun úrkomu frá ári til árs. Með
þvi að rannsaka barrtré, sem uxu við
útjaðra eyðimarka, og bjálka og
viðarbúta, sem fundust við uppgröft
fornleifa, tókst honum að færa sönnur
á, að geysilegir þurrkar höfðu komið á
20., 16., og 13. öld. Svo uppgötvaði hann
hina hárnákvæmu ársvaxtarhringi
burstaköngulfuranna. Árið 1961 var
farið með fullkomin rannsóknartæki
upp að vaxtarstað þeirra i há-
fjöllunum, og siðan hafa visindamenn
fylgzt með trjávextinum og mælt hann
með hliðsjón af breytilegum lifs-
skilyrðum umhverfisins, sem hafa
einnig verið vandlega mæld og vegin.
Eftir þvi sem ársvaxtarhringatima-
talið hefur náð lengra aftur i forn-
öldina, hefur skráin með upplýsingum
um veðurfar á jörðunni áður fyrr orðið
sifellt lengri og veigameiri, eftir þvi
sem upplýsingarnar hafa hlaðizt upp.
. Visindamennirnir uppgötvuðu brátt
önnur fyrri trjágróöurmörk fyrir ofan
núverandi trjágróðurmörk á
Washingtonf jalli i austurhluta
Nevadafylkis, og var þar að finna
mikið af steingerðum trjám. Þetta
draugalega svæði nær frá 3.700: m
hæð og allt upp i 3.900 m. Þar er
mikið af leifum burstaköngultrjáa, og
eru sumar þessar leifar enn rótfastar
við jarðveginn. Talning ársvaxtar-
hringa þeirra og kolefnisaldurs-
ákvörðun sýnir, að öll þessi tré dóu
fyrir 2000-2700 árum. Svipaðar leifar
hafa fundizt i öðrum fjallgörðum, sem
eru mörg hundruð milum i burtu, og
sannar það, að efstu trjágróðrar-
mörkin hafa færzt niður á stórum
svæðum og það ekki fyrir svo iöngu
þ.e. á dögum þeirra Platos og
Aristotelesar. Engin lifandi tré hafa
getað fest rætur siðan þá i hinum köldu
háfjöllum. Erum við þannig að nálgast
aðra Isöld?
Skemmdar vatnsleiðslufrumur i