Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 81
79
ER BARNIÐ
ÞITT OFALIÐ?
Bústið barn er ekki alltaf
fagnaðarefni. Eiga börn að
fara i „megrun”?
Eg rakst á grein eftir banda-
rlskan lækni, sem vakti at-
hygli mlna og fannst mér hún
eiga erindi til islenzkra mæðra. Læt ég
þvl hér fylgja útdrátt úr henni:
Nýjar rannsóknir gefa til kynna, að
börn, sem eru ofalin I bernsku, komi til
með að standa I stöðugri baráttu við
offitu, sem talið er eitt hættulegasta
mein I nútlma þjóðfélagi. Það er því
ekki óalgengt að mæður, sem koma
meö ungbörn til skoðunar, fái þá ráð-
leggingu að barnið þurfi sérhæft fæði
(diet).
Sérhæft fæöi? Svona fljótt á ævinni?
Einmitt. A seinustu árum hafa
vísindamenn leitt rök aö þvi, að
hornsteinninn að offitu sé lagður I
bernsku. Dr. Jean Mayer bandariskur
næringarefnafræðingur hefur tekið
eftir þvi, að barn, sem var offeitt við 5
ára aldur, átti fyrir höndum ævilanga
baráttu viö offitu. Bezta ráðið til að
stemma stigu við offitu segir Dr.
Mayer, er að láta barniö aldrei fitna.
Það kann að vera ómannúðlegt að
halda i mat viö ungabarn, en það er
enn ómannúðlegra að láta það fitna.
Það sem virðist vera heilbrigt
holdarfar á búsnu og sællegu ung-
lleimili
barni, er I raun og veru fita, og fitan er
samsett úr lögum af fitufrumum. Hafi
þessar fitufrumur myndazt I
llkamanum er ógerlegt að losa
Hkamann viö þær aftur. Hjá öllum er
eitthvað af slikum fitufrumum, en
rannsóknir Dr. Jules Hirsch hafa leitt I
ljós geigvænlegan mun fjölda þeirra
hjá þeim sem eru feitir og sem
aldrei hafa fitnað, er munurinn um 1 á
móti 3.
Með megrunarfæði er að vísu hægt
að minnka íitumagn llkamans, en
fjöldi fitufrumanna er ætið sá sami. Ef
fjöldi fitufrumanna, er um 60 biljónir i
upphaíi megrunar, ei iiann sá sami
eftir margra mánaða og jafnvel ára
megrun. Fyrr en varir gera þessar
„sveltu” fitufrumur uppreisn, og gera
hlutaöeigandi mjög erfitt fyrir að
halda I við sig. Oft er gefizt upp fyrir
kröfu fitufrumanna og áöur en varir
hefur sótt i sama farið hvað fitu
snertir.
Þetta er sannkallaður vítahringur
og eins og áður er bent á sýna rann-
sóknir, að orsakanna er að leita I æsku.
Rottur sem voru ofaldar fyrstu vikur
ævinnar, söfnuðu fleiri og stærri
fitufrumun en rottur, sem aldar voru
og skoli.