Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
páfaefnið. En Roncplli hafði þá fengið
atkvæði þeirra, sem vildu ganga
meðalveginn I breytingum og
umbótum, og einnig nokkrrá þeirra,
sem voru afturhaldssamari. Siðdegis
þennan dag rikti eftirvænting I
kapellunni, þegar ellefta kosningin
hófst og kver kardinálinn á fætur
öðrum mælti þessi orð: ,,Ég kaila
Krist, Guð minn og dómara, mér til
vitnis um, að ég kýs þann, sem ég álit,
að ætti aö vera kosinn með Guðs
vilja.” Þegar allir höfðu kosið, lásu
þrir kardinálar upp nafnið á hverjum
atkvæðisseöli, en hinir fylgdust með
tölu atkvæðanna. Hvað eftir annað
heyrðist kallaö eitt nafn: „Hinn há-
æruverðugi Roncalli kardináli.”
Þegar þessari elleftu kosningu var
lokið, hafði yfirbiskupinn I Feneyjum
fengið miklu fleiri atkvæði en þau 35,
sem krafizt var sem lágmarks.
Tisserant kardináli I Frakklandi,
rektor hins Heilaga prestaskóla, gekk
hægt til Roncalli, þar sem hann sat,
fölur og þögull, og þá þegar aleinn mitt
I hópi hinna kardinálanna. „Takið þér
þeirri kosningu, sem hefur nú farið
fram samkvæmt kirkjunnar reglum?”
spurði hann.
Roncalli svaraði: „Er ég hlusta a
rödd þina, skelf ég og hræðist. Ég
þekki ófullkomleika minn og Htilvægi,
og er slíkt næg skýring á ringlun
minni. En ég sé merki um Guös vilja I
atkvæðum starfsbræðra minna, og þvi
samþykki ég það val, sem þeir hafa
ákveöiö.”
Um leið og hann sagði orðin
„samþykki ég”, var hann orðinn páfi.
Aðstoðarmenn toguðu I snúrur, sem
lækkuðu tjaldhimnana yfir stólum
hinna kardinálanna til merkis um, að
þeir væru ekki lengur jafnin'gjar hans.
„Börnin mln,” sagði hann. „Elskiö
hver annan, vegna þess að þaö er
æðsta skipun Drottins.”
Hvlta kollhúfan var sett á höfuð
honum, og hann gekk aleinn að
aðalaltarinu til þess að biðjast fyrir og
siðan inn I skrúðhúsið til þess að
klæöast páfaskrúöanum. Hinir
opinberu klæðskerar Páfagarðs höfðu
að vlsu saumað páfaskrúða I mis-
munandi stæröum, en jafnvel sá
stærsti þeirra var helzt til lltill fyrir
'Roncalli, sem vó rúm 200 pund. „Mér
finnst eins og búið sé að reyra mig
saman og ég sé og böggull tilbúinn til
sendingar,” sagöi hann, þegar
aðstoðarmaður hans lagaði hempuna
á honum.
Nú kvað við geysilegt klapp og mikil
fagnaðaróp. Þetta var krafa um, að
hann stigi fram á svalir Sankti
Péturskirkjunnar. Hann steig út I
birtuna og um leið fram I augsýn alls
heimsins.
ÓHkur öðrum páfum
Norður I Sotto il Monte var Assunta,
systir páfans, að kaupa brauð I
brauðgerðarhúsinu, þegar bakara-
konan heyrði fréttirnar I útvarpinu.
„Guð minn góður”. stundi hún upp.
„Hann Angelo litli.”
Angelo Roncalli átti llka erfitt með
að trúa þessu. „1 dag gerðu þeir mig
að páfa”, skrifaði hann I dagbók sina.
Og fram I huga hans spratt ákafur efi.
Honum var það ómögulegt að gera sér
grein fyrir slikri furðu, að hann,
Angelo Giuseppe Roncalli, „hinn
fátæki sonur Giovanni og Mariönnu,
sem voru vissulega bæði velkristnar
manneskjur, en svo lltillát og
auðmjúk”, væri nú orðinn páfi.
Næsta morgun hélt hann guðs-
þjónustu fyrir kardinálana I Sistinsku
kapellunni og hélt slöan hjartnæma
ræöu I útvarpi Vatlkansins, þar sem