Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 31
MAÐURINN, SEM LIFÐI BLÓÐLAUS
29
Læknarnir sögðu honum frá þvi,
hvað gerzt hafði. „Er mér að batna?”
spurði hann. Foreldrar hans kinkuðu
kolli með ánægjusvip.
Aðeins upphafið.
Fréttir um afrek Klebanoffs ollu
undrun lækna um viöa veröld. Hann
fór nú að fá langlinuupphringingar frá
ýmsum læknum, sem báðu hann um að
útskýra hina nýju aðferð. Siðan hefur
slik blóðútskolun bjargað lífi nokkurra
sjúklinga, sem fallið höfðu i dá af
völdum lifrarsýkingar.
„Við höfum ekki læknað lifrar-
sjúkdóma,” segir Klebanoff. „Okkur
hefur aðeins tekizt að koma
sjúklingnum I betra ásigkomulag, svo
að honum gangi betur að berjast gegn
sjúkdómnum. Með þvi að skola burt
blóð sjúklingsins og þannig eiturefnin
um leið, veitum við lifrinni tækifæri til
þess að endurnýja sig. Nú þurfum við
meiri reynslu af slikum aðgerðum,
áður en við getum dæmt um endanlegt
gildi þeirra.”
Varkárni Klebanoffs er skiljanleg.
En Olsen þarf ekki að láta sannfæra
sig um, að slik skolun borgi sig. Hann
hefur nú náð aftur þeim líkamsþunga,
sem hann hafði tapað, áður en
aðgerðin var framkvæmd, og hans
eigin beinmergur er nú sem óðast að
mynda eigið blóð I likamanum i stað
blóös blóðgjafans. Hann hefur nú hafið
full störf að nýju og býst við að hefja
háskólanám. „Hvað allar læknis-
fræðilegar kenningar snertir, var öllu
lokið fyrir mér,” segir hann og bætir
svo við: „En það reyndist bara ekki
vera svo, þegar allt kom til alls.”
„Að hugsa sér, að hann skuli hafa
getað lifað I tiu minútur án nokkurs
hjartsláttar, án nokkurs blóðs,” segir
móðir hans. „Það er kraftaverk.”
Ljónið fer á dýraveiðar emð asnanum.
Ljónið bauð asnanum að fara með sér á dýraveiðar, og var ætlun
þess að hafa hann i stað veiðihorns, þvi að asnanum 1 iggur hátt rómur.
Varð asninn ekki litið upp með sér að þeirri sæmd. Þegar dýra-
kóngurinn og asninn gengu saman til . skógar, varð á vegi þeirra
asni, sem var góðkunningi þess, er með ljóninu var, og þvi kallaði hann
til vinar sins: „Góðan daginn, elsku bróðir.”
„Hafðu skömm fyrir ósvifnina,” svaraði sá, sem með ljóninu var.
(tJr dæmisögum Espós).
Brezkum kaupmanni var stefnt fyrir rétt af greifynju einni, sem hélt þvi
fram, að hann hefði kallað hann svin. Dómarinn dæmdi hann sekan, og
kaupmaöurinn spurði þá dómarann: „Þýðir þetta, að ég-megi ekki kalla
greifynjuna svin?”
„Það er rétt,” svaraði dómarinn.
„Jæja þá.” svaraði maðurinn, „en má ég þá kalla svin greifynju?”
„Auðvitað,” svaraði dómarinn.
Þá sneri kaupmaðurinn sér að greifynjunni og sagði: „Verið þér sælar,
greifynja.”