Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 49
FJÖLDAFRAMLEIÐSLA A FÖLSUÐUM PENINGUM
47
atvinnumanna, sem hafa til að bera
hæfni og þolinmæði til þess að eyða
mánuðum i að grafa mynd seöils á
stálplötu. Nú getur hvaða glæpamaður
gert þetta, svo framarlega sem hann
hefur sjálfvirk myndagröfunartæki.
Mynd af ósviknum peningaseðli er
grafin á málmplötu, sem hefur fengið
kemiska meðhöndlun. Og siðan er
hægt að nota þessa plötu til þess að
prenta eftirmynd seðilsins.
Glæpamaðurinn þrýstir bara á hnapp
á hraðvirkri offsetprentvél, og á
nokkrum mínútum lýkur hann við að
prenta fleiri falsaða peningaseðla en
fyrri starfsbræður hans framleiddu á
7—8 árum. Harris Martin, yfirmaður
peningafölsunarrannsóknardeildar
leyniþjónustunnar, hefur þetta að
segja um þessa þróun: „Tæknilegar
framfarir hafa gert seðlafölsurunum
fært að reyna splunkunýja að-
ferð......fjöldaframleiðslu falsaðra
peningaseðla.”
Nú er hægt að skipuleggja slika
framleiðslu hratt og með mjög góðum
árangri. Sem dæmi mætti nefna þa
Reinhold Langer og Joseph Herstel,
sem höfðu setið inni i fylkisfangelsi
Illinoisfylkis fyrir morð og vopnað
rán. Þeir gerðu með sér félag, eftir að
þeim var sleppt, og ætluðu sér að raka
saman fé á seðlafalsi. Þeir keyptu
papplr og blek i Chicego og fluttu
þessar birgðir til Pittsburgh, þar sem
þeir útveguðu sér prentvél. Og ásamt
prentara einum og enn öðrum glæpa-
manni stofnuðu þeir peninga-
fölsunar—sam vinnufélag. Fjöldi
„samstarfsmanna” fór siðan á
stúfana til þess að útvega þeim
pantanir, og siðan héldu þeir Langer
og Herstel aftur til Chicago með heilt
bílhlass af fölsuðum 10 og 20 dollara
peningaseðlum.
Þeir hefðu kannske getað haldið
þessu áfram langtimum saman, hefðu
þeir ekki sjálfir afhent 65.000 dollara
pöntun, sem tveir menn höfðu gert hjá
þeim. Þeir afhentu seölana I risa-
kjörbúð i bænum Oak Lawn I Illinois-
fylki. Langer kom auga á menn leyni-
þjónustunnar, sem höfðu fylgt við-
skiptamönnum eftir. Hann skaut
öllum sex skotum úr skammbyssu
sinni að mönnunum, en annar þeirra
hæfði hann dauðaskoti. Herstel gafst
upp og var dæmdur I 5 ára fangelsi.
Samvinnufélagið hélt svo áfram að
selja sömu fölsuðu peningaseðlana I
Pittsburgh og nágrenni, þangað til
þrem vikum siðar, þegar leyni-
þjónustumenn, sem tekizt hafði að
smeygja sér inn I glæpaflokkinn, tóku
þá fasta og náðu afganginum af
fölsuðu peningaseðlunum, sem nam
500.000 dollurum.
Dreifingaraðferðirnar hafa einnig
breytzt við það, að fjöldaframleiðsla
hefur hafizt. t stað þess að bíða eftir
hæsta veröi frá nokkrum vandlega
völdum milliliðum, reynir nútima-
falsarinn að fá skjótfenginn gróða meö
þvt að bjóða sem flestum sina fölsuðu
peningaseðla á freistandi lágu verði.
Einn hafði þetta að segja um þetta
atriði, eftir að hann hafði verið tekinn
fastur: „Sko, ef annar kaupandi
kemur fram á sjónarsviðið, er alltaf
hægt að prenta svolltið handa honum
Hka.”
Dæmigerður er einn litill flokkur
peningafalsara, sem framleiddi fyrst
10 og 20 dollara seðla, en færði siðan út
kviarnar og tók að senda tilvonandi
viðskiptavinum sýnishorn affyrsta
flokks 100 dollara seðlum I flug-
pósti. Verðið var 400.000 dollarar fyrir
allt upplagið, sem var upp á 4.0 milljórl
dollara.Þeim tókst að selja allt upp-
lagið tafarlaust. En strax og við-