Úrval - 01.01.1973, Page 49

Úrval - 01.01.1973, Page 49
FJÖLDAFRAMLEIÐSLA A FÖLSUÐUM PENINGUM 47 atvinnumanna, sem hafa til að bera hæfni og þolinmæði til þess að eyða mánuðum i að grafa mynd seöils á stálplötu. Nú getur hvaða glæpamaður gert þetta, svo framarlega sem hann hefur sjálfvirk myndagröfunartæki. Mynd af ósviknum peningaseðli er grafin á málmplötu, sem hefur fengið kemiska meðhöndlun. Og siðan er hægt að nota þessa plötu til þess að prenta eftirmynd seðilsins. Glæpamaðurinn þrýstir bara á hnapp á hraðvirkri offsetprentvél, og á nokkrum mínútum lýkur hann við að prenta fleiri falsaða peningaseðla en fyrri starfsbræður hans framleiddu á 7—8 árum. Harris Martin, yfirmaður peningafölsunarrannsóknardeildar leyniþjónustunnar, hefur þetta að segja um þessa þróun: „Tæknilegar framfarir hafa gert seðlafölsurunum fært að reyna splunkunýja að- ferð......fjöldaframleiðslu falsaðra peningaseðla.” Nú er hægt að skipuleggja slika framleiðslu hratt og með mjög góðum árangri. Sem dæmi mætti nefna þa Reinhold Langer og Joseph Herstel, sem höfðu setið inni i fylkisfangelsi Illinoisfylkis fyrir morð og vopnað rán. Þeir gerðu með sér félag, eftir að þeim var sleppt, og ætluðu sér að raka saman fé á seðlafalsi. Þeir keyptu papplr og blek i Chicego og fluttu þessar birgðir til Pittsburgh, þar sem þeir útveguðu sér prentvél. Og ásamt prentara einum og enn öðrum glæpa- manni stofnuðu þeir peninga- fölsunar—sam vinnufélag. Fjöldi „samstarfsmanna” fór siðan á stúfana til þess að útvega þeim pantanir, og siðan héldu þeir Langer og Herstel aftur til Chicago með heilt bílhlass af fölsuðum 10 og 20 dollara peningaseðlum. Þeir hefðu kannske getað haldið þessu áfram langtimum saman, hefðu þeir ekki sjálfir afhent 65.000 dollara pöntun, sem tveir menn höfðu gert hjá þeim. Þeir afhentu seölana I risa- kjörbúð i bænum Oak Lawn I Illinois- fylki. Langer kom auga á menn leyni- þjónustunnar, sem höfðu fylgt við- skiptamönnum eftir. Hann skaut öllum sex skotum úr skammbyssu sinni að mönnunum, en annar þeirra hæfði hann dauðaskoti. Herstel gafst upp og var dæmdur I 5 ára fangelsi. Samvinnufélagið hélt svo áfram að selja sömu fölsuðu peningaseðlana I Pittsburgh og nágrenni, þangað til þrem vikum siðar, þegar leyni- þjónustumenn, sem tekizt hafði að smeygja sér inn I glæpaflokkinn, tóku þá fasta og náðu afganginum af fölsuðu peningaseðlunum, sem nam 500.000 dollurum. Dreifingaraðferðirnar hafa einnig breytzt við það, að fjöldaframleiðsla hefur hafizt. t stað þess að bíða eftir hæsta veröi frá nokkrum vandlega völdum milliliðum, reynir nútima- falsarinn að fá skjótfenginn gróða meö þvt að bjóða sem flestum sina fölsuðu peningaseðla á freistandi lágu verði. Einn hafði þetta að segja um þetta atriði, eftir að hann hafði verið tekinn fastur: „Sko, ef annar kaupandi kemur fram á sjónarsviðið, er alltaf hægt að prenta svolltið handa honum Hka.” Dæmigerður er einn litill flokkur peningafalsara, sem framleiddi fyrst 10 og 20 dollara seðla, en færði siðan út kviarnar og tók að senda tilvonandi viðskiptavinum sýnishorn affyrsta flokks 100 dollara seðlum I flug- pósti. Verðið var 400.000 dollarar fyrir allt upplagið, sem var upp á 4.0 milljórl dollara.Þeim tókst að selja allt upp- lagið tafarlaust. En strax og við-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.