Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 3
1 1. hefti
33. ár.
Úrval
Nóvember
1974
Þelta nóvemberhefti Úrvals er seinna á ferðinni en vera skyltli.
Til þess liggja margar orsakir, en ef til vill er sú stærsl, að tíma-
ritið hefur ekki enn náð réttum tíma eftir prentaraverkfallið
mikla síðastliðið vor.
Vonandi taka góðviljaðir lesendur þetta ekki illa upp. Ætl-
unin er, að ekki liði á löngu, þar til rétt hefti kemur út í réttum
mánuði. Efni ritsins er heldur ekki að jafnaði svo tímabundið,
að afdrifarikum sköpum skipti, hvort það kemur úl fáeinum
vikum fyrr eða siðar — þótt aðstandendum þess þyki afleitt að
vera ekki á réttum tíma.
Frá þvi var skýrt í síðasta hefti, að Úrval vildi þiggja áhend-
ingar um gott efni til birtingar, hvort heldur það er úr innlend-
um fjölmiðlum eða erlendum. Að sjálfsögðu verður vinsað úr
ábendingum, sem berast, en allar verða þær þakksamlega þegn-
ar.
I síðasta hefti Úrvals hóf göngu sína nýr þáttur, sem hlaut
heitið „Börnin okkar“. Honum er ætlað að segja stuttar, spaugi-
legar sögur af börnum. Heitið er 500 króna verðlaunum fyrir
bestu söguna hverju sinni að mati ritstjórnar. en birtingarrétt-
ur áskilinn á öllum sögum, sem berast kunna. Einnig lýsum
við eftir sýnishorni af hnyttni samlerðamanna, bæði til orðs
og æðis, og verður þátttaka þar verðlaunuð á sama hátt og í
„Börnin okkar“.
Ollu sliku framlagi verður að fylgja fullt nafn og heimili
sendanda, en sé þess óskað, verða sögurnar aðeins birtar undir
upphafsstöfum.
Að svo mæltu vonum við, að samvinnan við lesendur verði
enn sem best, og að þeir, sem taka sér Úrval í hönd til hvíldar
og fróðleiks, verði ekki fyrir vonbrigðum.
Ritstjóri.