Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 49
KAFFIILMUR
47
revna að fava með skilaboð gegn-
um tyrkneska umsátursliðið til
bandamanna Austurríkis.
13. ágúst fóru hann og þjónn
hans, klæddir sem Tyrkir, gegnum
raðir fjandmannanna í hellirign-
ingu. Kolschitzky söng af fullum
krafti á tyrknesku til að villa enn
frekar um fyrir Tyrkjunum. Tyrk-
neskur aðalsmaður kom út úr tjaldi
sínu og yfirheyrði þá, en hann var
ánægður með svör þeirra og leyfði
þeim að halda áfram. Nokkrum
dögum seinna náðu þeir fundum
hertogans af Lorraine, sem lofaði
að írelsa Vínarbúa.
Kolschitzky slapp aftur gegnum
raðir tyrkjanna og flutti loforð her-
togans til hinna umsetnu íbúa. í
þakklætisskyni gáfu þeir honum
hús, 2000 florinur, borgararéttindi
í Vín og lausnarbréf, sem gerði
honum fært að setja á stofn verzl-
un.
Her bandamanna kom 12. septem-
be.'. Hann rak Tyrkina á flótta,
ónýtti umsátrið og splundraði tyrk-
nesku búðunum. Meðal þess, sem
tyrkir urðu að skilja eftir, voru 500
þungir sekkir með undarlegum,
lykíandi baunum. Enginn vissi þá
til hvers þær voru, og stóð til að
henda þeim í Dóná, þegar hinn
hrausti Kolschitzky af tilviljun átti
leið þar um og hrópaði: „Látið mig
heldur fá þær!“ Skömmu síðar opn-
aði hann fyrsta kaffihúsið í Vín.
Fyrst í stað flykktust allir að til
að bragða þennan nýj drykk, en
það stóð ekkí lengi. í raun og veru
geðiaðist engum að þessum þykka,
beiska drykk, gerðum á tyrkneskan
mata, svo Kolschitzky fór að gera
tilraunir. Hann síaði gromsið frá
og bætti mjólk út i það, sem þá
varð eftir. Og svo datt honum nokk-
uð sniðugt í hug. Hann fékk bak-
ara til að búa til brauð, í laginu
eins og hálfmána, til að minna á
uppgjöf tyrkjanna — það var hálf-
máni í fánanum þeirra. Voile-
„Croissant“-hornin, sem við þekkj-
um svo vel — og morgunverður
meginlandsins varð þar með til.
Á 17. öld breiddist kaffidrykkjan
um öll evrópsk lönd og flutti með
sér miklar breytingar á umgengn-
isháttum í hinum vestræna heimi.
Katfið fluttist til Danmerkur 1665,
en það náði ekki útbreiðslu fyrr
en um 1700. (Um svipað leyti barst
það til íslands og Jíkaði misjafn-
lega — þýð ). Holberg gerir frísk-
andi eiginleika kaffisins að efnivið
í mörgum gamanleikjum sínum,
meðal annars „Fæðingarstofunni“
frá árinu 1723.
í frönsku byltingunni reyndust
kaifihúsin vera ákjósanlegir sam-
komustaðir iyrir fólk, sem kom
sarnan til umræðna um aðgerðir til
að steypa stjórninni. I stað þess að
slæva skilningavitin með víni og
öli, gátu þeir gáfuðu drukkið undra
ve’.'ðan drykk sem hélt þeim vak-
andi og vel npplögðum. Þetta gæti
reyndar þýtt, að þær hetjur, sem
fræðibækur halda á lofti, séu alls
ekM eins miklar hetjur og af er
látið Þær eiga að minnsta kosti
mlkið að þakka Franz Georg Kol-
schitzky, sjeik ash-Shadhili, og hóp
hrossilegra eþíópskra geita.
☆