Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 56
54
þurfti. Mayar þekktu hvorki hjól
né dráttardýr, þótt þeir væru langt
á undan sínum tíma að öðru leyti.
Herir manna börðu með steinöxum
og steinmeitlum geysistórar kalk-
steinsblokkirnar út úr fjöllum skóg-
arins og drógu á völtum til bygg-
ingnrstaðarins og þrýstu þeim þar
með aðstoð hallamælinga á sinn
stað, svo að ekki skakkaði milli-
metri.
Sérkennilegasta hlið menningar
Mayanna var ofstækiskenndur
áhugi á tímanum. Ekki aðeins rign-
ing, sól og dauði voru ,,guðir“. Sér-
hver dagur, hver mánuður eða önn-
ur tímaeining var talin guðleg, og
þurfti að friðþægja henni til að
verjast áföllum.
Almanak Mayanna og stjörnu-
fræðin, sem lá því til grundvallar,
var ekki gert vegna vísindanna,
heidur til spádóma.
Almanak og' stjörnufræði May-
anna var undarlega nákvæm og
villulaus. Frá heppilegum stöðum,
svo sem þeim turni hallar í Palen-
que, 4ra hæða, sem varðveist hef-
ÚRVAL
ur, mældu prestarnir rás stjarn-
anna.
Kynslóðum saman, ef ekki öldum
saman, var daglega fylgst með braut
stjarna og allar staðreyndir ritaðar
í bækur og á stein.
Snemma vissu Mayar, að sólárið
er ekki 365 dagar.
Okkar Gregorianska almanaksár
reynir að leysa þetta vandamál
með því að hafa hlaupár; 4. hvert
ár er 29. febrúar bætt við. En það
nægir ekki alveg. Hinum snjöllu
Mayum tókst með 365, 2420 dögum
að nálgast sólárið, sem eru 365,
2422 dagar, einum þúsundasta hluta
nákvæmar en Gregoríanski reikn-
ingurinn gerði.
Annað afrek Maya var, að þeim
skjátlaðist aðeins um 1 dag, þegar
þeir mældu braut Venusar 6000 ár.
Ef menning Maya hefði þróast
áfram, hefði hún ef til vill orðið
jöfn eða fremri menningu Evrópu.
En henni lauk á dularfullan hátt
á 2. öld. Hrunið sést í hverri borg-
inni eftir aðra. Allt í einu byggðu
Mayar enga píramída og rituðu