Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 5
3
Fari maðnr viðurkenningarorðum um einhverja
persónu eða þakki henni — skriflega — þfjðir það
langtum meira en maður heldur.
DWIGHT WENDELL KOPPES
Aðeins örfáar línur
*
*
*
*
*
*
*
\V \V \ V \T/ V/
B
réfið kom þungbúinn,
regnvotan marsmorg-
un. Gigtin í hægri
mjöðminni spáði ótíma-
bærri hrörnun og rak-
spegillinn staðfesti
versta grun minn. Sjálfsmeðaumk-
unin lagðist yfir mig eins og þungt
farg, og hefði varað allan daginn,
ef ég hefði ekki fengið bréf. Það
var frá manni, sem ég hafði aldrei
séð: föður leikfélaga sonar míns.
„Fjötraður við hjólastól, eins og
ég er,“ skrifaði hann, „get ég ekki
tekið mikinn þátt í lífi sonar míns.
En hann segir mér frá öllu', sem
hann gerir með yður og syni yðar,
hve duglegur þér eruð, ungur og
hress. Ég skrifa þessar línur til að
láta yður vita um ánægju mína
yfir, að hann skuli vera í vinfengi
við yður og son yðar. Þakka ykk-
ur fyrir!“
„Ungur og hress.“ Hver fjárinn!
Spegillinn minn hafði augljóslega
logið.
Störf dagsins voru eins og leik
ur, og þegar drengirnir komu
heim úr skólanum, þrjóskaðist ég
við stríðnu mjöðmina mína og lék
með þeim fótbolta. Á eftir ók ég
félaganum heim og hitti föður
hans. Við vorum fljótt á sömu
bylgjulengd.
Nokkrum vikum síðar dó hann.
Eftir jarðarförina fór ég að hugsa
um lífið og tilveruna, sem maður
gerir allt of sjaldan, og komst
smám saman að þessari niðurstöðu:
Fyrst þessi maffur, sem var bækl-