Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 110
108
fyrir því, hve margir heitavatns-
kranar eru hér í húsinu? Sjö!“
Ég sótti skiptilykilinn minn og
tók stefnu á vatnskranana. Eftir
nokkrar mínútur kom ég aftur.
„Ertu búinn strax?“ spurði Mar-
gií-
„Heitavatnskranarnir leka ekki,“
svaraði ég. „Ekki einn einasti and-
skotans krani! Þakið er óþétt,
kjallarinn lekur, garðslangan er
götótt, en hitavatnskranarnir eru
fulikomlega þéttir!"
„Haltu áfram að lesa í bókinni
þinni,“ sagði hún.
Guð veit, að ég ann fjölskyldu
mmni allra nýtísku þæginda en í
gærmorgun var mér þó nóg boðið,
þegnr ég sá við morgunverðarborð-
ið að: Janne hafði kveikt á ofnin-
um til að hita upp eina tebollu
síðan í gær. Eric lét kæliskápinn
standa opinn, meðan hann fór út
að bella mjólk í kattardallinn. Sör-
en 'lét brauðristina hita áfram, þó
hún væri búin að rista brauðið.
Margit lét ístening í kaffið sitt. Ég
brosti upphátt. „Já, en kaffið var
of heitt,“ sagði hún.
„Og hvað gerði það of heitt?“
Ég otaði vísifingri að henni. „Raf-
magn! Sama rafmagnið og frysti
ísteninginn!“
Eric sagði. að þetta væri skiln-
ingi hans ofvaxið. Ég sagði honum
að halda áfram að éta kornflög-
urnar sínar og skipta sér ekki af
samræðum fullorðna fólksins.
A.ndartaki seinna setti Eric eina
brauðsneið í brauðristina. „Sören
ristaði sér eina franskbrauðssneið
fyrir tveimur mínútum,“ sagði ég.
ÚRVAL
„Af hverju gastu ekki ristað þína
um leið?“
„Þá var ég að borða kornflög-
urnar," sagði hann. „Þú sagðir mér
að gera það.“
„Féðan í frá notið þið brauðrist-
ina ekki til að rista aðeins eina
sneið. Þið setjið ekki uppþvottavél-
ina í gang aðeins bálffulla. Þið
þvoið ekki einn sokk í þvottavél-
inni. Og hvað snertir baðið ... !“
„Við skulum eingöngu fara í
sturtu,“ greip Margit fram í. „Á
þarm hátt getum við baðað okkur
öll í einu. Og þá spörum við líka
sápuna. Við smyrjum einn krakk-
ann rækilega með sápu og nuddum
oktiur svo öll vel upp við hann, áð-
ur en við förum öll í einu undir
sturtuna.“
Það var nokkru seinna, að mér
datt í hug að réttast væri að fylgj-
ast með rafmagnsmælinum niðri í
kjallaranum. Litla, hvíta skífan
með rauða blettinum þeyttist hring
eftir hring og hraðinn breyttist
ekkert, þótt ég slökkti á einum rof-
anum eftir annan. Þá var aðeins
ein leið eftir til að komast að því,
hvort þessi skífa breytti nokkru
sinni hraðanum. Ég fór upp í eld-
hús og kveikti á öllum hellum og
ofninum á eldavélinni.
Og þá komst svo sannarlega
kraftur á snúninginn. Meðan ég
horfði á skífuna snúast hring eftir
hring, fór ég að hugsa um, hvort
það þyrfti kannski rafmagn til þess
eins að halda rafmagnsmælinum í
gangi og ef svo væri, hvort það
væri þá á minn reikning. Þá ætl-
aði ég að skrifa einhverjum, ég
var ekki alveg viss um hverjum,