Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
Peningafalsararnir verða duglegri og duglegri.
En Interpol er á stöðugum verði, ekki síst með aðstoð
hinnar frábæru útgáfu frá Amsterdam,
sem hér er sagt frá.
SIEG NOACH
Þannig
uppgötvast falskir
peningar
L, en Dirksen, gjaldkeri í
^ Amsterdam-Rotterdam
bankanum, horfði á
^ emeríska 20 dollara
seðilinn, sem rennt
w hafði verið undir skot-
helda rúðuna fyrir framan hann.
Hann virtist vera fullkomlega eðli-
legur. Þó fannst honum, þegar hann
þreifaði á seðlinum, að pappírinn
væri ekki alveg eins og hann ætti
að vera. Og var ekki eitthvað at-
hugavert við teikninguna af Hvíta
húsinu á bakhlið seðilsins?
Allt í einu vissi hann vað það
var. Það vantaði lítinn reykháf,
efst í hægra hornið á teikningunni.
Þetta var smáatriði, sem hafði fest
*
*
B
í minni hans þegar hann að venju
las um síðustu uppgötvun um fals-
aða peningaseðla, eins og því var
lýrt í Contrefacons et Falsificati-
ons, sem er eitt af sérhæfðustu tíma
ritum heims. Það er gefið út af
Organisation Internationale de Po-
lice Criminelle, sem þekktara er
undir nafninu Interpol.
Dirksen gjaldkeri reis á fætur, en
maðurinn, sem hafði rétt honum
seðilinn, var horfinn Sveifludyrn-
ar voru ennþá á hreyfingu. Dirksen
fannst ekki einleikið, hvað mann-
inum lá á.
Seinna þennan dag las hann aft-
ur tilkynningu nr. 12 A 4422. Já,
tilt'inning hans. hafði verið á rökum