Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 65
ÞANNIG UPPGÖTVAÐIST . . .
63
borgað fyrir hóteldvöl sína með níu
föiskum fimmtíu dollara seðlum.
Lýsingin á öðrum þeirra manna
kom heim við lýsinguna á við-
skiptavini skartgripasalans í Genf.
Hinn maðurinn var kallaður Mike.
í. september hafði skrifstofa Inter-
po'l í Haag frá þrjátíu og sjö fimm-
tíu dollara seðlum að segja. Þá
höfðu tveir menn notað til að borga
á ýmsum fyrirtækjum í Amster-
dam og mestu innkaupin voru hjá
skartgripasala, rétt eins og í Sviss.
Rannsóknarlögreglan komst að því,
að báðir þessir menn, sem voru frá
Líbíu, höfðu búið á sama hóteli í
Amsterdam, og annar kallaði hinn
Mike. Þegar þetta var komið fram,
rannsakaði lögreglan í Genf hótel-
skráningar þar í ágúst og gat sann-
að, að þessir sömu menn höfðu bú-
ið þar á hóteli sama tíma og svik-
in gagnvart skartgripasalanum voru
gerð.
Þar með lá það ljóst fyrir, að alls
staðar voru þessir tveir menn á
ferðinni, þar sem falsanir komu
fram. Þá gat Interpol gert viðvart
um allan heim. í lok september
voru þessir menn teknir fastir í
Benghazi í Líbíu með hundrað og
átján fimmtíu dollara falska seðla
í íórum sínum. Við yfirheyrslurnar
viðurkenndi annar þeirra, að hann
hefði fengið þessa seðla í verslun-
arferð til Beirut í Líbanon, og hann
heíði fengið frænda sinn til að
hjálpa sér við að koma þeim í verð-
mæti í v.-evrópskum stórborgum.
Báðir hlutu dóm.
En með síbættum samgöngum og
stöðugt betri iölsunartækni eru fals-
aðir peningaseðlar orðnir meira og
meira vandamál á alþjóðlegan mæli
kvarða. Og falskir peningaseðlar
eru ótrúlega lífseigir Ákveðin gerð
af fölskum dollaraseðlum, sem
prentuð er 1946, er enn þann dag í
dag að skjóta upp kollinum á ólík-
legusfu stöðum, og eintök af ann-
arri fölsun hafa komið í ljós í 33
mismunandi löndum.
Að sjálfsögðu eru það traustustu
gjaldmiðlarnir, sem eru vinsælustu
viðfangsefni peningafalsara. Sér-
staklega er þar um að ræða seðla
frá Sviss, V.-Þýskalandi, Japan og
Svíþjóð. En fyrst og fremst eru það
fimmtíu og tuttugu dollara seðl-
arnir bandarísku, sem liggja í far-
arbroddi. Af þeim er um helming-
ur falsaðra seðla í heiminum frá
upphafi.
Árin 1947—1973 hefur útgáfa
Keesings frætt lesendur sína um
6186 fölsunarútgáfur í gjaldmiðli 91
mismunandi lands.
Hér er um gífurlegar fjárhæðir
að ræða. f október sl. ár kom lög-
reglan í Antverpen upp um hóp,
þar sem aðalmaðurinn hafði 209
þúsund falsaða dollaraseðla á sér.
Og í prentsmiðjunni, þar sem seðl-
arnir höfðu verið framleiddir, fund-
usi 778.820 dollarar í viðbót. En
þetta er skiptimynt í samanburði
við þær birgðir af dollaraseðlum,
sem hollenska lögreglan lagði hald
á í kjallaraholu í Oegstgeest við
Levden í apríl í fyrra. Þar var um
að ræða jafnvirði 7 milljón dollara
í seðlum. Með þessa seðla átti að
fara. til A.-Þýskalands tveim dögum
seinna.
í júlí í fyrra uppgötvaði Scotland
Yard í Bromley, einni af útborgum