Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 127
STUTT YFIRLIT YFIR LOFTMENGUN . . .
125
mitt suðvestlæga áttin, sem á mest-
an þátt í að hreinsa bæi og borgir
við Faxaflóa og víðar hér á landi.
ATHUGANIR VEÐURSTOFU Á
MENGUN ÚRKOMU (SÚRNUN).
-I samvinnu við evrópska og þó sér-
staklega skandínavíska rannsóknar-
aðila hafa verið gerðar rannsóknir
á ýmiss konar mengun, hér í ná-
grenni Reykjavíkur á veðurathug-
unarstöðinni á Rjúpnahæð og öðr-
um stað inni í landinu, Vegatungu.
Þar mældist brennisteinssýra í
regni og snjó í kringum 6,7 míg
miðað við S04 í rúmmetra (m3).
Sýrugráðan mældist pH 5,6. í sýn-
um úr andrúmslofti, sem tekin voru
á sömu stöðum, reyndist brenni-
steinssýrlingur (S02) ekki meira
en 8,96 míg að meðaltali í rúm-
metra 1973.
ASKA OG EIMYRJA FRÁ ELD-
GOSUM. Eldgosin á íslandi hafa
þó valdið langmestri mengun og
eyðilagt beitilönd og tún vegna
mjög flúorríkrar ösku 'og gasteg-
unda, þannig að sauðfé og annar
búpeningur hefur ekki þrifist og
soltið í hel og í gamla daga fylgdu
mennirnir síðan með í hungurdauð-
anum. í síðasta eldgosinu, á Heima-
ey í Vestmannaeyjum, var flúor-
magnið í grasi í 50 km fjarlægð
frá gosstöðvunum í kringum 132
mg í kg af þurru heyi, en svo er
litið á, að sauðfé þoli a. m. k. ekki
til lengdar, meira en 30 mg af flúor
í kg af fóðri.
í eldgosum koma einnig upp aðr-
ar gastegundir, sérstaklega eftir að
askan og hraunið hafa hreinsast í
regni, en það er kolsýra (002),
sem hefur komist upp í 93% og
kolsýrlingur (CO), sem hefur mælst
0,8%.
Þessar gastegundir eru það þung-
ar að þær leggjast fyrir í kjöllur-
um og dældum úti á bersvæði og
þess vegna hafa stundum drepist
kindur og annar búpeningur, sem
legið hefur í slíkum dældum, og í
Vestmannaeyjagosinu dó einn mað-
ur á þennan hátt í kjallaraíbúð
vegna gaseitrunar, þrátt fyrir mjög
mikið og náið eftirlit og pössun,
sem þar var þó viðhöfð.
ATVINNUSJÚKDÓMUR BÆNDA
ER HEYMÆÐI. Ekki má gleyma
þeirri rykmengun, sem ef til vill
veldur mestu tjóni hér á landi, þeg-
ar til lengdar lætur, en það er hey-
ryk, þ. e. a. s. heyagnir, blandaðar
myglusveppum, sem bændur hafa
orðið að þola í starfi sínu, einkum
eftir slæm burrkasumur, en hey-
skaparaðferðir nútímans koma nú
að nokkru leyti í veg fyrir slík
vandræði, einkum eftir að farið var
að vélbinda hey, þó að þau séu að
sjálfsögðu ekki úr sögunni, en fyr-
ir nokkrum árum gerði Ólafur
Björnsson heitinn, þá héraðslæknir
á Hellu, nokkrar rannsóknir á þessu
í samvinnu við útlenda vísinda-
menn og var þá litið svo á, að í
kringum 20 af hundraði bænda á
íslandi væru að meira eða minna
leyti sjúkir af völdum þessa hey-
ryks, en sjúkdómurinn er kallaður
heymæði. Og þótt oftast sé sjúk-
dómurinn á fremur lágu stigi, þá
munu ekki svo fáir bændur verða
öryrkjar löngu fyrir aldur fram af
hans völdum.
Nú munu standa yfir sérstakar
rannsóknir á þessum sjúkdómi á