Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
varð höfuðsmaðurinn eins og skugg-
inn af sjálfum sér, horaður og svifa-
seinn. Hann fékk ekkert annað að
borða en örþunnt grautarlap, „helm
ingurinn af því vatn og ekki fitu-
ögn fljótandi ofan á“,
Að lokum var hann ákærður fyr-
ir andsovéskan áróður og tilraun
til að mynda andsovéska hreyfingu.
Þetta átti eftir að hafa alvarlegar
afleiðingar fyrir hann síðar, en að
minnsta kosti var hann ekki ákærð-
ur, eins og svo margir aðrir fyrir
njósnir fyrir nasista eða að hafa
æclað sér að ráða Stalín af dögum.
'7. júlí kom mál hans fyrir dóm-
stól, sem skipaður var yfirmönnum
NKVD. Solshenitsin var ekki við-
staddur né neins konar vörn af
neinu tagi haldið uppi í máli hans.
Sektardómur var kveðinn upp
nokkurn veginn sjálfkrafa, en hann
ver ennþá heppinn og aðeins dæmd-
ur til _8 ára „betrunarvinnu", mild-
ur dómur miðað við það sem þá
gerðist (Vitkevits fékk tíu ár).
Það var líka lán í óláni, að hann
var ekki sendur í auonirnar norðan
eða austan, heldur í tiltölulega
mildar vinnubúðir i Moskvu, þar
sem fangarnir voru látnir vinna við
byggingavinnu í borginni. Samt var
brælkunin áfall fyrir hann. Hún
var „barátta fyrir lífinu, þar sem
maínum var úthluíað eftir því,
hvernig tókst að vinna upp í ströng
ákvæði". Margir fanganna, sem
þegar voru orðnir veikburða af
slæmum og ónógum kosti, höfðu
enga getu til að vinna upp í ákvæð-
in, og fæðuskorturinn gerði fljót-
lega út af við þá. En sem betur fór,
átti kona Solshenitsins ættingja í
Moskvu, sem sendu honum matar-
pakka á þeim dögum, sem það var
leyíilegt. Þetta réði úrslitum varð-
andi líf og dauða og gerði honum
kleift að venjast vinnuþrælkuninni.
Ein bygging, sem hann vann við,
var gríðarstórt tiltölulega íburðar-
mikið fjölbýlishús fyrir fjölskyldur
NKVD manna. Nú á dögum er þetta
áberandi hús í borgmni og upp-
hafsstafir Solshenitsins, drengir í
vota steinsteypu, eru enn sjáanleg-
ir þar inni.
Um haustið var Solshenitsin flutt
ur í vinnubúðir nokkur hundruð
kílómetra frá Moskvu. Honum var
nú orðið ljóst, að miskunnarleysið
í þrælkunarvinnunni „fór langt
fram úr öllu, sem vitað er um líf
hjá mannætum og rottum". Hann
lærði að spara þróttinn til hins ítr-
asta og halda aftur af sjálfsvitund
og stolti, með því að láta hljóður
undan grimmlyndum varðmönnum.
Hann varð líka að berjast við sið-
ferðilega uppgjöf. Þeir, sem feng-
ust til að njósna um samfanga sína,
hlutu auka matarskammt að laun-
urn og losnuðu við erfiðustu verkin.
Þetta var nægilegt til að freista
jafnvel hreiniyndustu manna.
Solshenitsin álítur, að hann hefði
„aldrei þraukað lengi sem óbreytt-
ur þræll“. Eftir níu mánuði var
hann fluttur á ný, að þessu sinni á
mjög leynilega stofnun, sem hver
höiundur vísindareifara hefði verið
fulisæmdur af, og sem hann lýsir
síðar í áhrífamikilli sögu sinni,
FYRSTI HRINGURINN. Þeir, sem
bar voru — allt saman Stalínsfang-
ar —• voru fyrsta flokks vísinda-
menn, um það bil 300 talsins, sem