Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 4
2
Kennarinn var að yfirheyra nem-
andann í eðlisfræði og spurði hann
meðal annars um áhrif hitans á
hlutina. Drengurinn svaraði því til,
að hitinn þenji hlutina út, en kuld-
inn dragi þá saman.
„Nefndu mér dæmi,“ sagði kenn-
arinn.
,,Á veturna, þegar kalt er, eru
dagarnir stuttir, en aftur á móti
langir á sumrin, þegar það er
hlýtt,“ svaraði drengur.
■k
Unga, nýgifta konan hafði verið
miður sín mánuðum saman. Alls
konar taugatruflun og slappleiki
hafði þjáð hana og heimilislæknin-
um hafði ekki tekist að hjálpa
henni, þrátt fyrir góðan vilja og
marga lyfseðla. Svo varð konan
ófrísk, og það var sem við mann-
inn mælt, að um leið hurfu allir
kvillar og krankleiki. Hún gat ekki
stillt sig um að segja grannkon-
unni, sjö barna móður, hvernig
komið var.
☆
XJngu hjónin voru á brúðkaups-
ferðalagi, en þau höfðu verið svo
fljótfær að taka með sér í ferðina
páfagauk, sem þau höfðu fengið í
ÚRVAL
brúðkaupsgjöf. Þetta reyndist vera
mesta hermdargjöf, því gauksi var
síblaðrandi og ekki sem allra kurt-
eisastur í orðum og athugasemdum.
Þetta endaði með því, að ungu hjón-
in lögðu handklæði yfir búrið hans
og hétu honum því, að ef hann gætti
ekki tungu sinnar og reyndi að
sýna einhverja siði, skyldi hann
gefinn í dýragarð þegar við heim-
komuna.
Leið svo fram til síðasta dags
brúðkaupsferðarinnar. Þá kom á
daginn, að hjónin höfðu keypt
meira af ýmiss konar dóti, en þau
höfðu gert sér grein fyrir. Erfið-
lega gekk að koma farangrinum
niður, því töskurnar voru ekki nógu
stórar. Loks var búið að loka öllum
nema einni, en hún var líka meira
en yfirfull. Þetta endaði þannig, að
eiginmaðurinn sagði við konu sína:
Far þú upp á, en ég reyni.“
Hún gerði sem henni var sagt:
Fór upp á töskuna og reyndi að
pressa lokið niður með þyngd sinni,
en hann reyndi að læsa töskunni.
En ekkert gekk.
„Nú skal ég fara upp á, en þú
reynir,“ sagði þá eiginmaðurinn.
Konan gegndi aftur, reyndi að
loka meðan bóndi hennar gerði sitt
besta til að þrýsta lokinu niður á
töskuna. En allt kom fyrir ekki.
Þá sagði maðurinn: ,,Nú veit ég
hvað. Við förum bæði upp á og
reynum bæði; sitt hvorum megin.“
Þá svipti páfakaukurinn hand-
klæðinu ofan af búrinu og mælti:
„Ja — dýragarður eða dýragarður
ekki, þetta verð ég að sjá!“
☆