Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 53
HIN DULARFULLA HÖFUÐBORG MAYANNA
51
er sífelldur skuggi eins og í dóm-
kirkju, aðeins hér og þar kemst
geisli hitabeltissólarinnar gegnum
lauftjaldið. Blóðsugur hanga með
höíuðið niðui' í rústum hofanna og
fljúga út á nóttunni í leit að dýra-
blóði. í skóginum eru eiturslöngur,
eiturköngullær og önnur villidýr.
Það er ráðgáta, hvernig svo dýrleg
menning gat þróast í jafn óvin-
veittu og hrjúfu umhverfi. En Pal-
enque er staður, þar sem hvert
leyndarmálið umvefur annað.
Þótt hún væri einangruð, var
Palenque fyrsta borg Mayanna, sem
var uppgötvuð á nýlendutímabil-
inu.
í lok 18. aldar ''annsakaði An-
tonio del Rio, höfuðsmaður í her
spánverja, dularfullar rústir í skógi
í Chiapas, sem þá heyrði undir
stjórn Guaternala. Þá var skýrslu
hans lítill gaumur gefinn, en hún
var þýdd á ensku 3822 og birt í
London.
Árið 1830 braust sérvitur „greifi“.
Johann Friedrich Maximilian von
Waldeck barón, gegnum skóginn til
Palenque. Hann var þá á miðjum
sjöunda tugnum, og hann var í
þrjú ár í Palenque og teiknaði rúst-
irnar, sem hann fann. Síðan kom
John Hoyd Stephens, lögfræðingur
og áhugamaður um fornleifafræði,
fra New York í fylgd bretans Fre-
derick Catherwood til Palenque
1840. „Ekkert í mannkynssögunni
heíur haft jafnmikil áhrif á mig og
að sjá þessa borg, sem einu sinni
var mikil og unaðsleg. í eymd sinni,
vonleysi og gleymsku,“ skrifaði
Stephens á sínum tíma.
Skýrsla Stephens var áreiðanleg
og nákvæm lýsing á Palenque og
varð metsölurit. Hún er enn í dag
lesefni fyrir þá, sem hafa áhuga á
hinum dularfullu Mayum.
Það var ekki fyrr en skömmu
fyrir aðra heimsstyrjöldina, að
borgin var grafin upp og viðgerð,
fyrst undir stjórn Miguel Angel
Fernandez, mexíkansks fornleifa-
fræðings og málara, og Frans
Bloms, sem var mexíkani af dönsku
bergi brotinn Síðar kom Alberto
Ruz Shuillier, mexíkani af frönsku
bergi. Ruz gerði einhverja mikil-
vægustu uppgötvun fornleifa í
Ameríku. Við starf í ,,rithofinu“ tók
hann 1949 eftir steinplötu í gólfi,
með tvöfaldri röð af götum og um-
lukta steinflögum. Þeir lyftu plöt-
unni og fundu stiga, sem lá undir
grunn um 20 metra hás píramída.
Stigagangurinn hafði mörgum öld-
um áður lokast af mold og grjóti.
Ruz hafði hugboð um, að neðan
stigans væri eitthvað mikilvægt, og
hann og menn hans fóru að ryðja.
Þrátt fyrir mikinn hita, raka og
mollu komust þeir að lokum niður,
undir miðjan píramídann. Þar
fundu þeir fcrnar gjafir og brut-
ust að lokum gegnum þykkan vegg.
Ruz gekk þá inn í herbergi og
fann sex beinagrindur fyrir fram-
an lokaðan inngang að öðru her-
bergi. Spennan óx. Þessir sex höfðu
líklega orðið fórnarlömb, verið
fótnað sem fylgdarmönnum ein-
hvers yfirmanns yfir í annan heim.
Meira en þrem árum eftir að
beir byrjuðu uppgröftinn, rufu Ruz
og menn hans loks síðustu plötuna,
og þá komu þeir í hvelfingarsal.
Regnvatnið hafði í 1000 ár valdið