Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
þeirri skoðun sinni, að olíu myndi
að finna á láglendi Vestur-Síberíu,
voru aðrir kunnir vísindamenn full-
ir efasemda.
En dag nokkurn í júní 1960 fannst
oiía við borun á stað, sem enginn
hafði áður heyrt nefndan, Sjaim, og
þar með endaði deilan. Síðan hefur
T.iumen, sem var kyrrlátur bær þar
sem menn lifðu aðallega á fiskveið-
uni og timburvinnslu, orðið fræg
borg, því í kjölfar fyrstu olíubor-
hoiunnar fylgdu aðrar 150. Vestur-
Síbería beinlínis flaut á olíuhafi.
Aeroflot varð að endurskipu-
leggja áætlunarflugleiðir sínar til
Síberíu, því ekki varð lengur unnt
að ganga framhjá Tjumen. Og
Vartovsk, sem var smáþorp, varð
inoan tíðar fastur viðkomustaður
áætlunarþota.
í dag geturðu stigið um borð í
flugvél á Moskvuflugvelli og lent
tveim tímum síðar á steinsteyptri
braut flugvallar í frumskóginum.
En það landslag er þú sérð þegar
þú stígur frá borði, er dæmigert
fyrir landið á mörg hundruð mílna
svæði. Það eru úfnir skógar með
mýrum og inn á milli glampar á
smá vötn. Það er líkast því sem
allt landsvæði sé samsett af smá-
eyium.
Á hvaða árstíma er best að heim-
sækja Vestur-Síberíu’
Á veturna, þótt undarlegt kunni
að virðast. Flugvélin, sem er óvar-
in fyrir vindinum, líkist mest
kLkastykki, og ef þú ert óvanur
slíku ferðalagi slítur vindurinn tár-
in úr augum þínum. Síberíubúar
hafa gaman af að sýna gestum svo-
lítið bragð. Þeir hella hægt niður
ávaxtasafa, og bunan breytist í lit-
aðan ísstöngul áður en hún nær
mður í sjóinn.
Á sumrin gleðja að sjálfsögðu
græn skógarrjóðrin, sem skera sig
úr brúnum mómýrunum, augað, en
þeir, sem þarna búa, vita, að þetta
er ein gráglettni náttúrunnar. Ef
þú gengur út í eitthvert þessara
rjóðra, fer jörðin undir fótum þín-
um að dúa; og bresti hún ertu í
vanda staddur.
Og svo eru það hinar stóru síber-
ísku moskítóflugur, sem innbyggj-
arnir kalla „fjögurra hreyfla flug-
ur“ Jafnvel harðasti vetur getur
ekki útrýmt þeim, og á sumrin gera
þær allsherjar árás. Sértu með bera
handleggi eða herðar máttu búast
við 100—120 stungum á mínútu. Að
sjélfsögðu standa þér til boða varn-
ir, s. s. moskítóflugnanet og sér-
stakur fatnaður, sem er mjög góður
til sinna nota. En það er óskemmti-
legt að hafa það stöðugt á tilfinn-
ingunni, að blóðsuga sitji um þig.
Fyrir leikmann virðist auðveld
lausn á þessu: Útrýming skordýr-
anna. En enginn veit, hvaða afleið-
ingar það myndi hafa í för með
sér. Það gæti raskað jafnvægi nátt-
úrunnar, og í Síberíu fara menn að
öllu með gát í þessum efnum. Þess
vegna er skordýrunum einungis út-
rým.t í skógunum umhverfis byggð
svæði og þar sem námuvinnsla er
stunduð.
Vor og haust eru e. t. v. verstu
tímar ársins á þessum slóðum. All-
ir vegir, nema steyptir vegir. verða
ófærir. Byggð ból eru slitin úr
tengslum hvert við annað. Flug-
vélar geta aðeins lent á fullkomn-