Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
vegum lungriasérfræðinga hér á
landi.
HEILSUTJÓN AF TÓBAKS-
REYKINGUM Þrátt fyrir allt, sem
hér á undan hefur verið talið, þá
er þó sá skaðvaldurinn, sem mest
kveður að hér á landi eins og ann-
ars staðar tóbaksreykingar. Það
verður ekki hér talið í tölum,
hversu margir sýkjast af langvinn-
um lungnakvillum af völdum tó-
baks, einum sígarettureykinga, en
þar er bæði um að ræða svo hættu-
legan sjýkdóm svo sem krabbamein
í lungum, langvinna berkjubólgu
(bronchitis) og ýmsa aðra kvilla,
bæði í lungum og öðrum hlutum
líkamans, sem af tóbaksreykingum
stafa.
EFTIRMÁLI, Af öllu þessu, sem
hér að framan hefur verið sagt, má
vera ljóst, að íslendingar hafa að
ýmsu leyti sín eigin ryk- og loft-
mengunarvandamál við að stríða
og í sambandi við iðju og iðnað
eins og dæmin sanna um kísiliðj-
una, þar sem lítið er hægt að styðj-
ast við eriendar rannsóknaniður-
stöður og menn verða smám saman
með fullri varfærni að prófa sig
áfram, og er ekki hægt annað að
segja en tekist hafi með miklum
ágætum að forðast slys og varan-
legt heilsutjón, sem smám saman
hafa verið teknar upp og þróaðar
meira og minna hér á landi.
Heymæðin er að vísu ekki sér-
fyrirbrigði á íslandi, ekki ósvipað-
ur bændasjúkdómur þekkist á Bret-
landseyjum og írlandi, einkum á
vesturströnd Skotlands og Eng-
lands, þar sem menn búa við mjög
misjafna og votviðrasama veðráttu
og þess vegna hey, sem vilja mygla
og valda miklu ryki eins og hér.
☆
Þekktur enskur teiknari, Low að nafni, þurfti eitt sinn að ávarpa
samkomu. Hann byrjaði á því að segja, að í hvert sinn, sem hann
risi á fætur til þess að flytja ræðu sem þessa, fyndist honum hann
hafa ísklump fyrir bringspölunum, á að giska 20 sinnum 20 senti-
metra.
Eftir samkomuna kom einn viðstaddra, maður að nafni Winston
Churchi'll, til Lows og spurði: „Hvað sögðuð þér, að ísklumpurinn
í maganum á yður væri stór?“
„20 sentimetrar á kant,“ svaraði Low.
,,Skrýtið,“ sagði Churchill hugsi. „Nákvæmlega jafn stór og minn.“
L.K.